Segir fulltrúa ákveðinna flokka ekki standa í vegi fyrir kjarasamningi
Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir ekkert til í ásökunum Kennarasambands um að fulltrúar ákveðinna flokka standi í vegi fyrir kjarasamningi. Ríkissáttasemjari hafi lagt til 24% hækkun, sem sé of stór biti fyrir sveitarfélög.