Burt Bacharach látinn
Burt Bacharach einn alvinsælasti lagahöfundur í heimi lést í dag 94 ára að aldri. Hann samdi mikinn fjölda laga sem mörg hver njóta enn mikilla vinsælda og hafa verið flutt af enn fleiri af frægustu tónlistarmönnum heims, eins og Dionne Warwick, Dusty Springfield og The Beatles.