Jólatónleikarnir "Hátíð í bæ" sjöunda árið í röð
Kjartan Björnsson, hárskeri á Selfossi er að fara að halda jólatónleikana sína, „Hátíð í bæ“ sjöunda árið í röð en þeir fara fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi miðvikudagskvöldið 4. desember og því þurfa íbúar á Suðurlandi ekki að fara til Reykjavíkur til að komast á jólatónleika.