Úrslit bandarísku forsetakosninganna staðfest

Þingmenn í Bandaríkjunum munu í dag formlega staðfesta úrslit forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember. Donald Trump sigraði í kosningunum en tekur ekki við embætti fyrr en þann tuttugasta janúar. Dagurinn í dag er sögulegur en fjögur ár eru síðan stuðningsmenn Trump ruddu sér leið inn í þinghúsið og reyndu að koma í veg fyrir staðfestingu á kjöri Joe Biden, fráfarandi forseta landsins.

11
00:34

Vinsælt í flokknum Fréttir