Talíbanar femínista Fyrir nokkru hitti ég afganska kvenréttindakonu sem hafði verið valin úr hópi fólks til að nema við Jafnréttisskólann í Háskóla Íslands. Margt sem hún komst í tæri við hér var henni fullkomlega framandi, svo sem galtómar og hættulausar götur, sem og námskeið um kynferðisleg réttindi, sem yrði seint kennt við Háskólann í Kabúl. Bakþankar 30. mars 2010 06:00
Jörð í Afríku Mér var boðið í afmælisveislu til vinkonu minnar fyrir skömmu. Ekki vildi hún fá bók, geisladisk eða annað sem gaman hefði verið að velja og fá að pakka inn. Nei, hana langaði í geit eða jafnvel hænu. Bakþankar 29. mars 2010 06:00
Nú er það bannað Strippdans hefur verið bannaður á Íslandi. Þetta eru stórtíðindi út af fyrir sig en áður höfðu kaup á vændi verið bönnuð. Ferskir vindar kynjajafnréttis blása um Alþingi, var haft eftir þingmanni í blaðinu í gær. Ég hlýt að gleðjast yfir þessum áfanga, kvenremban sem ég er. Mér hefur alltaf verið illa við útgerð á nöktum stúlkum. Bakþankar 25. mars 2010 06:00
Að snupra siðferðið Sérkennileg umræða hefur komið upp í kjölfar hugmynda um að hernaðarfyrirtæki frá Hollandi hefji starfsemi á Suðurnesjum. Bakþankar 24. mars 2010 06:00
Buguðu foreldrarnir Um daginn var frétt í þessu ágæta blaði um konu sem var gífurlega ósátt við að komast ekki með níu mánaða barn sitt á háværa teknóglaða Latabæjarhátíð nema að borga miðann fullu verði. Þessi frétt leiddi huga minn að þeirri algengu tilhneigingu íslenskra foreldra til að fara með kornung börn út um allar trissur vegna einhvers konar skandinavískrar hippafílósófíu þar sem börnin eiga að ráða öllu. Þessi tilhneiging er stundum einkar óviðeigandi og bæði tillitslaus við stórt fólk og smátt. Bakþankar 23. mars 2010 06:00
Kvöldstund sannleikans Í rúmt ár hef ég átt í erfiðleikum með svefn, það erfitt að eftir svefnlausar vikur, skrifaði læknir upp á svefnlyf sem hefur hjálpað mér mikið enda svefn lykillinn að góðri andlegri heilsu. Bakþankar 22. mars 2010 06:00
Englar dauðans Um daginn hringdi fornvarnarfulltrúinn í skóla sonar míns í mig. Um leið og hún kynnti sig fann ég hjartsláttinn örvast og áhyggjurnar flæða um líkamann. „Í hverjum andskotanum er strákurinn nú lentur?" hugsaði ég. Í ljós kom að erindi hennar varðaði son minn ekki neitt heldur allt annað. Bakþankar 20. mars 2010 06:00
Klink og banki Hvaða samfélagshópur ætli noti mynttalningarvélar bankanna hvað mest? Hvaða samfélagshópur ætli sé hvað líklegastur til að vilja skipta myntinni sem hann lætur vélina telja beint í seðla? Bakþankar 19. mars 2010 06:00
Burt með þig, grámygla Ísland er eyja. Það búa örfáir hérna. Það er glatað veður 75 prósent af árinu. Það er auðvelt að verða samdauna grámyglunni og veslast upp í vonleysi og væli. Það þarf átak til að komast héðan og þá fer maður á hausinn um leið og maður fær sér kaffibolla og samloku í útlöndum. Takk æðislega, sveigjanlega íslenska króna! Bakþankar 18. mars 2010 06:00
Hin eina sanna siðbót Eflaust hef ég setið of lengi á spjalli með gömlu körlunum hér í spænska þorpinu Zújar. Þeir mega nefnilega ekkert misjafnt sjá en þá grípa þeir í gömlu tugguna: „Svona vitleysa var ekki látin líðast þegar Franco var og hét. Réttast væri að flengja liðið." Ég er ekki orðinn hlynntur einræði en tel að flengingar gætu komið okkur á beinu brautina þar sem pólitísk rétthugsun afvegaleiddi okkur. Bakþankar 17. mars 2010 06:00
Mýtan um hamingjusama hommann Lögreglan í Reykjavík hafði sérstaklega á orði að síðasta helgi hefði verið með friðsælasta móti í miðbæ Reykjavíkur, þrátt fyrir að mikill fjöldi fólks hafi þar verið saman kominn til að skemmta sér. Bakþankar 16. mars 2010 00:01
Framtíð pungsins Átakið karlmenn og krabbamein stendur nú yfir og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Landsfrægir grínistar hafa kerfisbundið hvatt okkur karlmenn til að þukla á pungunum okkar í forvarnaskyni og ekki að ástæðulausu; haldbær pungþekking getur bjargað lífi okkar. Bakþankar 13. mars 2010 06:00
Bösl í hnasli og sýsl í rusli Snjóa leysir, daga lengir, birta eykst. Undan snjónum gægjast fyrstu græðlingar vorsins, undursmáir og viðkvæmir krókusar, gult gras sem grænkar í rótina af gleði yfir fyrirheitum um sumar og sól. Og svo auðvitað allt ruslið. Bakþankar 12. mars 2010 06:00
Rangt kosið eða rétt Ég greiddi atkvæði um daginn í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldisins. Mér fannst það stór viðburður að þjóðin fengi að segja sinn hug í viðamiklu máli sem hefur ekki bara með hvert einasta okkar að gera í dag, heldur mun hafa áhrif á komandi kynslóðir. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni var brotið blað í sögu lýðræðis á Íslandi og í örskotsstund fann ég fyrir smá þjóðarstolti þar sem ég sveiflaði mér inn fyrir tjaldið, mundaði blýantinn og gerði minn kross. En bara í örskotsstund. Bakþankar 11. mars 2010 06:00
Rífum plásturinn af Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var á mánudag haldinn í hundraðasta sinn. Ráðstefnur voru haldnar, málþing setin og vonandi nýttu einhver daginn til að hugleiða stöðu þessa málaflokks. Stöðu sem er fáránlega vond. Reglulega kemur í ljós hve ástandið er bágborið í þessum efnum og hve skammt á veg við erum komin. Það vekur mann til umhugsunar um hvort réttum meðulum sé beitt. Bakþankar 10. mars 2010 06:00
Freudískt ferðalag sjö ára stúlku Sjaldan hefur saga haft jafnvíðtæk áhrif og Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll. Flest börn kannast við brjálaða hattarann og hvítu kanínuna og Bítlarnir og Jefferson Airplane skrifuðu lög innblásin af bókinni. Salvador Bakþankar 9. mars 2010 06:00
Næst á dagskrá er gamalt fólk Gömlu fólki bregður einstaka sinnum fyrir í fjölmiðlum. Það er þá helst ef það á stórafmæli, getur gert sig skiljanlegt þrátt fyrir að vera hundrað ára eða er stillt upp á ljósmynd með fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Að öðru leyti bregður eldra fólki sjaldan, og æ sjaldnar, fyrir í almennri umræðu og umfjöllun. Bakþankar 8. mars 2010 06:00
Um fábjánahátt Nýlega lýsti þingmaður því yfir að 5% þjóðarinnar væru fábjánar. Fyrrum ritstjóri bætti um betur og taldi alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins vera fábjána. Þetta held ég að sé vanhugsað, mun fleiri ástæður en fábjánaháttur kunni að vera fyrir því að fólk styður Sjálfstæðisflokkinn. Bakþankar 6. mars 2010 00:01
Óseðjandi þrætulyst Á morgun verða tímamót á Íslandi. Íslendingar ganga til þjóðaratkvæðis í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins. Bakþankar 5. mars 2010 06:00
Betri tíð í Grikklandi Nú virðast Grikkir loks vera búnir að spila rassinn úr buxunum. Hefur það tekið dágóðan tíma en ég hélt þeir væru á endasprettinum þegar ég bjó þarna í fimm ár fyrir aldamót. Bakþankar 3. mars 2010 06:00
Vertu sæll, kæri svili Það var með trega í hjarta sem ég stóð í dyrunum heima hjá mér á sunnudaginn með hvítan vasaklút í hendi og veifaði á eftir svila mínum. Eins og svo margir aðrir er hann farinn til nýja fyrirheitna lands Íslendinga - Noregs. Þangað ætlar hann líka að hrífa ástkæra mágkonu mína með sér, þegar líða tekur á árið. Bakþankar 2. mars 2010 06:00
Mundu mig - ég man þig Dagblaðaútgáfa verður seint talin arðvænleg á Íslandi. Markaðurinn er lítill og það kemur vitaskuld bæði niður á auglýsinga- og lausblaðasölu. Lítið rúm virðist vera fyrir neina sérhæfingu. Um leið og einhver fjölmiðillinn dettur niður á sniðugheit eru hinir ekki seinir að vilja reyna sig líka. Blöðin hafa, líkt og aðrir fjölmiðlar, þurft að sigla í gegnum djúpa öldudali og margir því miður sokkið með manni og mús. Atvinnuöryggið hefur í raun aldrei þvælst fyrir á íslenskum dagblaðamarkaði og það hefur heldur betur sýnt sig á síðustu mánuðum þegar hverri kanónunni á fætur annarri hefur verið sagt upp. Bakþankar 1. mars 2010 06:00
Góða mamma Ég á tvær fullkomnar dætur og ég held að ég sé bara þokkalegasta mamma. Ég syng fyrir þær og hlæ með þeim, les og teikna, púsla og perla, snýti, skeini og skipti á bleyjum, plástra og mæli, hugga og hæli. Ég vanda mig. Og hef alla tíð gert, frá upphafi meðgangna og til dagsins í dag. Þess vegna ætlaði ég mér að sjálfsögðu að hafa þær á brjósti. Allar konur geta haft börnin sín á brjósti og það er það langbesta sem hægt er að gera fyrir börn. Sögðu heilbrigðisstarfsmenn og bækur og Netið og allir. Og ég trúði því. Bakþankar 26. febrúar 2010 06:00
Ef ég ynni einu sinni Ég er ein af þeim sem vinna aldrei neina happdrættisvinninga. Þó er ég ekkert sérstaklega óheppin svona dags daglega, líklega er skýringin sú að ég spila aldrei með. Ég er ekki fastur áskrifandi að Happdrætti Háskólans og ég gæti ekki fyrir mitt litla líf tippað á úrslit íþróttaleikja. Eins get ég talið á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef keypt lottómiða. Mér finnst bara líkurnar á að akkúrat mínar tölur komi upp, allar í röð, svo litlar. Svo er mjög leiðinlegt að tapa. Bakþankar 25. febrúar 2010 06:00
Vinstrið var alltaf í vörn Það hefur stundum tekið á að vera vinstrimaður á Íslandi, ekki síst í miðjum uppgangi peningahyggjunnar. Raunar hefur peningahyggja gegnsýrt þjóðfélagið lengi, þó um þverbak hafi keyrt í hlutabréfa- og myntkörfulánageðveiki síðustu ára fyrir hrun. Það að vera vinstrimaður hefur nefnilega lengi afmarkast af því að vera í vörn. Á meðan hugmyndafræði þeirra til hægri var ljós, voru vinstrimenn alltaf að verja eitthvað. Það á bæði við um verkalýðshreyfingu og stjórnmálamenn. Bakþankar 24. febrúar 2010 06:00
Ólympíuleikar eiginkvenna Á konudaginn fékk unnusti minn kaffi og ristað brauð í rúmið. Þennan sólríka og syfjaða morgun tók ég skyndiákvörðun um að konudagur væri dagur þar sem konur ættu að vera góðar við karlmennina í lífi þeirra. Valentínusardagurinn var nú líka nýyfirstaðinn og maður var eiginlega kominn með hálfgerða velgju eftir hálfan mánuð af hryllilegri væmni þar sem karlmenn hafa verið næstum því skikkaðir til að dæla blómum, kortum, súkkulaði og krúttlegum böngsum yfir okkur kvenfólk. Bakþankar 23. febrúar 2010 06:00
Saga sjálftökunnar Á dögunum var greint frá því að Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og núverandi háskólakennari, hafi verið fenginn til að rita sögu Seðlabanka Íslands og fékk fyrir það um fimm milljónir króna. Jón segist halda að leitað hafi verið til hans vegna þess að hann hafi áður skrifað bækur og nýlega haft aðgang að trúnaðarmálum bankans sem starfsmaður. Á það hefur verið bent að síðarnefnda atriðið hefði eitt og sér átt að útiloka hann sem söguritara Seðlabankans; betur færi á að einhver utanaðkomandi væri ráðinn til starfans, helst sagnfræðingur sem byggi yfir meiri reynslu á sviði sagnaritunar en Jón. Á þeim er ekki hörgull. Bakþankar 22. febrúar 2010 06:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun