Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 4. október 2025 07:00 Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Leikskólavandinn Vandi leikskólakerfisins er auðvitað flóknari en svo að hann verði leystur með einu pennastriki. Það er ekki til ein formúla sem virkar. Það hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa og það hefur reynst erfitt að halda úti góðu húsnæði. Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla líður enn fyrir að störf þeirra voru um langt skeið í höndum mæðra inni á heimilum. Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum. Sú vinna er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Ég nefni líka að þegar þensla er í hagkerfinu reynist sérstaklega erfitt að manna leikskóla. Þannig var það á árunum fyrir efnahagshrunið, rétt eins og undanfarin ár. Það er dapurt því starfsfólk leikskóla er samfélaginu sérstaklega dýrmætt. „Góður“ rekstur á kostnað kvenna Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Sjálfstæðisflokkinn gagnrýna tillögurnar í Reykjavík. Það er jákvæð stefnubreyting í ljósi aðdáunar þeirra á hinu svokallaða „Kópavogs-módeli“ sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi þar í bæ. Í meginatriðum er Reykjavík að taka það upp. Þessi hugmynd tekur ekki mið af því að leikskólar snúast vitaskuld um meira en bókhald og algjörlega er litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Leikskólar starfa fyrir okkar mikilvægasta hóp sem eru börnin okkar. Gott leikskólakerfi er jafnframt mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa.Ég hef stundum hugsað um hópinn sem var á móti þessu. Þessi hópur er enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar eru aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum, t.d. framkvæmdaáætlun mín í jafnréttismálum. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak. Ríkisstjórnin stendur vaktina Ríkisstjórnin styður við barnafjölskyldur. Nýlega var samþykkt á Alþingi að þak fæðingarorlofs verði hækkað í 900.000 krónur. Það tekur gildi á næsta ári. Ríkisstjórnin vinnur nú tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í því verkefni. Þá er vinnan við endurmat á virði kvennastarfa í fullum gangi. Dómsmálaráðuneytið leiðir þá vinnu og afrakstur hennar verður kynntur haustið 2026. Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Leikskólavandinn Vandi leikskólakerfisins er auðvitað flóknari en svo að hann verði leystur með einu pennastriki. Það er ekki til ein formúla sem virkar. Það hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa og það hefur reynst erfitt að halda úti góðu húsnæði. Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla líður enn fyrir að störf þeirra voru um langt skeið í höndum mæðra inni á heimilum. Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum. Sú vinna er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Ég nefni líka að þegar þensla er í hagkerfinu reynist sérstaklega erfitt að manna leikskóla. Þannig var það á árunum fyrir efnahagshrunið, rétt eins og undanfarin ár. Það er dapurt því starfsfólk leikskóla er samfélaginu sérstaklega dýrmætt. „Góður“ rekstur á kostnað kvenna Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Sjálfstæðisflokkinn gagnrýna tillögurnar í Reykjavík. Það er jákvæð stefnubreyting í ljósi aðdáunar þeirra á hinu svokallaða „Kópavogs-módeli“ sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi þar í bæ. Í meginatriðum er Reykjavík að taka það upp. Þessi hugmynd tekur ekki mið af því að leikskólar snúast vitaskuld um meira en bókhald og algjörlega er litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Leikskólar starfa fyrir okkar mikilvægasta hóp sem eru börnin okkar. Gott leikskólakerfi er jafnframt mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa.Ég hef stundum hugsað um hópinn sem var á móti þessu. Þessi hópur er enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar eru aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum, t.d. framkvæmdaáætlun mín í jafnréttismálum. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak. Ríkisstjórnin stendur vaktina Ríkisstjórnin styður við barnafjölskyldur. Nýlega var samþykkt á Alþingi að þak fæðingarorlofs verði hækkað í 900.000 krónur. Það tekur gildi á næsta ári. Ríkisstjórnin vinnur nú tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í því verkefni. Þá er vinnan við endurmat á virði kvennastarfa í fullum gangi. Dómsmálaráðuneytið leiðir þá vinnu og afrakstur hennar verður kynntur haustið 2026. Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun