Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Viaplay sýnir allar Indycar keppnir

Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur útvíkkað réttindi sín til sýninga á NTT INDYCAR SERIES til ársins 2024. Streymisveitan Viaplay, sem er í eigu NENT Group, heldur sýningum frá helstu kappaksturskeppnum Norður-Ameríku áfram á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Sænsku stjörnubílstjórarnir Marcus Ericsson – sem hyggst taka feril sinn í INDYCAR SERIES upp á næsta stig eftir titilbaráttuna 2021 – og Felix Rosenqvist hafa nú þegar verið tilkynntir sem þátttakendur við ráslínuna á nýju tímabili sem hefst í febrúar 2022.

Bílar
Fréttamynd

Að kaupa raf­magns­hjól ein besta á­kvörðun sem hann hefur tekið

Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Ford Bronco Raptor væntanlegur á næsta ári

Ford hefur nú staðfest hið illa varðveitta leyndarmál að Ford Bronco Raptor er væntanlegur á næsta ári. Hann mun líklega nota 450 hestafla vélina sem F-150 Raptor notar og vera á sérstakri fjöðrun, stærri dekkjum og hærri en upprunalega útgáfan.

Bílar
Fréttamynd

Rannsókn á Procar-málinu að ljúka

Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara.

Bílar
Fréttamynd

Lucid Air dregur opinberlega 836 kílómetra

Rafbíllinn Lucid Air Dream Edition hefur fengið formlega drægni mælingu upp á 836 km. Það er rúmlega 180 km meira en sú Tesla sem lengst dregur á einni hleðslu. Afhendingar á Lucid Air eiga að hefjast í lok árs.

Bílar
Fréttamynd

Askja og bílaframleiðandinn smart hefja samstarf

Á IAA Mobility 2021 bílasýningunni í Munich, frumsýndi smart Concept #1 rafbílinn en um er að ræða rafmagnsbíl í flokki borgarjepplinga. Bíllinn sem er fjórhjóladrifinn er hannaður af Mercedes-Benz og framleiddur í nýrri verksmiðju smart í Kína.

Bílar
Fréttamynd

9 sæta Peugeot e-Traveller kominn í forsölu

Brimborg kynnir, langdrægan Peugeot e-Traveller 9 sæta 100% rafbíl með 75 kWh drifrafhlöðu með allt að 330 km drægni á 100% hreinu rafmagni. Peugeot e-Traveller er fáanlegur 9 sæta í Business eða Allure útfærslu í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-Benz EQE frumsýndur í München

Mercedes-Benz EQE verður frumsýndur á bílasýningunni í München sem nú er hafin. EQE verður fyrsti stóri alrafdrifni fólksbílinn frá þýskum bílaframleiðanda og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu eins og gefur að skilja enda hefur forverinn Mercedes-Benz E-Class verið mjög vinsæll sem lúxusbíll í gegnum árin. Nýr EQE mun koma á markað á næsta ári.

Bílar
Fréttamynd

FÍB segir trygginga­fé­lögin sitja á „spik­feitum bóta­sjóði“ frekar en að lækka ið­gjöld

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum.

Neytendur
Fréttamynd

FÍB svarar máls­vara trygginga­fé­laganna

FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni.

Skoðun
Fréttamynd

BL frumsýnir nýjan Nissan Qashqai

Þriðja kynslóð vinsælas jepplingsins, Nissan Qashqai, er komin í sýningarsal BL við Sævarhöfða og verður hann kynntur formlega á morgun, laugardaginn 11. september milli kl. 12 og 16. Eins og áður er Qashqai í boði með vali um annað hvort framjóladrif eða fjórhjóladrif, en þar líkur má segja samanburðinum við fráfarandi kynslóð enda hefur bíllinn tekið talsverðum breytingum frá fyrri kynslóð. Það á við hvort heldur sem er við útlit bílsins, farþegarými eða tæknibúnað.

Bílar
Fréttamynd

Lífs­hættu­legt öryggis­tæki

Nú með haustinu fer fólk að huga að vetrarhjólbörðum og margir kjósa að aka um á negldum dekkjum, sumir af gömlum vana og aðrir í von um aukið öryggi í hálku og snjó. En er vonin byggð á raunverulegum gögnum? Eru nagladekk nauðsynlegt öryggistæki?

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB

Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu.

Skoðun
Fréttamynd

Þrefalt toppsæti hjá Volvo vörubílum frá Velti

Volvo vörubílar eru þeir vinsælustu á Íslandi árið 2021 og hefur salan aukist meira en 240% það sem af er ári og trónir Volvo í þremur toppsætum á árinu. Volvo vörubílar eru mest seldir á heildarmarkaði vörubíla, mest seldir í flokki vörubíla yfir 16 tonn og Volvo FH16 er mest selda einstaka gerðin.

Bílar
Fréttamynd

Skoda Enyaq iV - rafjepplingur fyrir fjölskyldur

Skoda Enyaq iV er fimm manna rafjepplingur sem er ætlað að virka fyrir fjölskyldufólk og vera umhverfisvænn á meðan. Bíllinn er smekklega hannaður og vel samsettur, auk þess sem hann er rúmgóður.

Bílar
Fréttamynd

Bíla­tryggingar hækka mjög á meðan slysum fækkar

Bíla­tryggingar hafa hækkað mjög á síðustu árum á sama tíma og bæði um­ferðar­slysum og slösuðum ein­stak­lingum í um­ferðinni fækkar. Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiða­eig­enda (FÍB) gagn­rýnir tryggingar­fé­lögin, lífeyrissjóðina og fjár­mála­eftir­litið fyrir að leyfa þessari þróun að við­gangast.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­stöðvandi okur­fé­lög

Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Fimmta kynslóð Kia Sportage hönnuð fyrir Evrópumarkað

Kia frumsýndi í gær fimmtu kynslóð hins vinsæla Sportage sem verið hefur einn söluhæsti bíll bílaframleiðandans undanfarin ár. Nýr Kia Sportage er sérstaklega hannaður fyrir Evrópumarkað því í fyrsta skipti í 28 ára sögu Sportage kemur sérstök Evrópu útfærsla af bílnum.

Bílar