Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Rokland kvikmynduð á næsta ári

Marteinn Þórsson, framleiðandi, skrifar undir samning þess efnis að hann skrifi kvikmyndahandrit eftir sögu Hallgríms Helgasonar, Rokland. "Það er rétt, ég skrifa undir samningin í dag og því er þetta í höfn,“ sagði Marteinn þegar Fréttablaðið innti hann eftir þessu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Handhafar Eddu 2004

Edduverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á hótel Nordica þann 14. nóvember 2004. Hlaut kvikmyndin Kaldaljós flest verðlaun. Heiðursverðlaun ÍKSA 2004 hlaut Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildamynda, með sérstaka áherslu á náttúru og umhverfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Takk fyrir

Takk fyrir þátttökuna. Nafn þitt fer nú pott og verður dregið úr nöfnum þátttakenda að lokinni kosningu. Einn heppinn þátttakandi fær miða fyrir tvo á verðlaunahátíð Eddunnar á Hótel Nordica sunnudaginn 13. nóvember. Haft verður samband við vinningshafa.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Latibær með flestar tilnefningar

Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Stöð2 hlýtur flestar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tilnefningar til Eddunnar: Heimildamynd ársins

Fimm myndir hlutu tilnefningu í flokknum "Heimildamynd ársins." RITHÖFUNDUR MEÐ MYNDAVÉL eftir Helgu Brekkan, RAGNAR Í SMÁRA eftir Guðnýju Halldórsdóttur, AFRICA UNITED eftir Ólaf Jóhannesson, UNDIR STJÖRNUHIMNI. eftir Helga Felixson og Titti Johnson og GARGANDI SNILLD eftir Ara Alexander.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Slást um að verða framlag Íslands

Kvikmyndirnar Í takt við tímann, sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði, og Strákarnir okkar, í leikstjórn Róberts Douglas, munu á næstu dögum berjast um að verða framlag íslenskra kvikmynda til Óskarsverðlaunanna. Það eru meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem munu ákveða hvor myndanna verður framlag Íslands. Um 850 manns hafa atkvæðisrrétt en kosið verður daganna 26. og 27. september.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ríflega 12 þúsund á Star Wars

Alls sáu 12.382 manns þriðju Stjörnustríðsmyndina, Hefnd Sith, hér á landi um síðustu helgi og voru tekjur af myndinni tæpar 10 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Þetta mun vera langstærsta opnun ársins og er myndin langvinsælust í bíó með yfir 70% af heildaraðsókninni. Uppselt var á nánast allar sýningar á föstudag og sunnudag og dagsýningarnar á laugardag.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Aldrei fleiri á kvikmyndahátíð

Um sextán þúsund manns hafa sótt Íslensku kvikmyndahátíðina, IIFF, á fyrstu tíu sýningardögunum. Í tilkynningu frá hátíðahöldurum segir að hún hafi þar með slegið öll aðsóknarmet fyrri kvikmyndahátíða hérlendis.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Segir Nine Songs ekki klámmynd

Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni <em>Nine Songs</em> sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kvikmyndahátíð sett í kvöld

Alþjóðleg kvikmyndahátíð verður sett formlega í Háskólabíói í kvöld og verður opnunarmynd hátíðarinnar <em>Motorcycle Diaries</em> eftir Brasilíumanninn Walter Salles, en hann er kominn sérstaklega til landsins til að vera viðstaddur sýninguna. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna í ár og hlaut verðlaun fyrir bestu tónlistina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Börkur undirbýr Karfann

Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stuðmenn frumsýna

Stuðmannamyndin "Í takt við tímann" var frumsýnd í dag í Smárabíói. Myndin er sjálfstætt framhald af vinsælustu íslensku kvikmynd sem gerð hefur verið, "Með allt á hreinu". Persónurnar eru þær sömu, en þær eru orðnar tuttugu árum eldri og búnar að taka ýmsum breytingum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kaldaljós kom sá og sigraði

Kvikmyndin Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson krækti í fimm verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var á Hótel Nordica. Kaldaljós var valin mynd ársins, Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn og Kristbjörg Kjeld besta leikkonan í aukahlutverki. Hilmar Oddsson fékk einnig verðlaun fyrir leikstjórn Kaldaljóss og Sigurður Sverrir Pálsson fyrir besta hljóð og mynd.

Bíó og sjónvarp