Forest Whitaker og Helen Mirren nær örugg um sigur 25. febrúar 2007 08:30 Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Verðlaunin í fyrra voru að mestu leyti eftir bókinni, að því undanskildu að Crash var valin besta myndin en flestir höfðu spáð að mynd Ang Lee, hin rómaða Brokeback Mountain, myndi hreppa hnossið. Á uppgjörslistum um áramót var það almennt mál manna að kvikmyndaárið 2006 hefði verið viðburðalítið enda er engin mynd líkleg til að skara fram úr á verðlaunahátíðinni. Það segir sína sögu að Dreamgirls, sem hlaut flestar tilnefningar - átta talsins - er ekki tilnefnd í þeim flokkum sem þykja skipta mestu máli, til dæmis sem besta myndin, fyrir leikstjórn eða leik í aðalhlutverki. Helen Mirren og Forest Whitaker þykja afar sigurstrangleg en í aðra flokka er erfiðara að ráða. Þeir sem vilja spá í spilin geta ef til vill nýtt meðfylgjandi töflu sér til glöggvunar en þar kemur fram hvernig myndum og leikurum sem tilnefndir eru hefur reitt af á öðrum verðlaunahátíðum. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles í kvöld. Verðlaunin eru án efa þekktustu kvikmyndaverðlaun heims, þótt sitt sýnist hverjum um hversu marktækur mælikvarði Óskarinn er á gæði mynda. Grínistinn Ellen Degeneres snýr aftur sem kynnir. Verðlaunin í fyrra voru að mestu leyti eftir bókinni, að því undanskildu að Crash var valin besta myndin en flestir höfðu spáð að mynd Ang Lee, hin rómaða Brokeback Mountain, myndi hreppa hnossið. Á uppgjörslistum um áramót var það almennt mál manna að kvikmyndaárið 2006 hefði verið viðburðalítið enda er engin mynd líkleg til að skara fram úr á verðlaunahátíðinni. Það segir sína sögu að Dreamgirls, sem hlaut flestar tilnefningar - átta talsins - er ekki tilnefnd í þeim flokkum sem þykja skipta mestu máli, til dæmis sem besta myndin, fyrir leikstjórn eða leik í aðalhlutverki. Helen Mirren og Forest Whitaker þykja afar sigurstrangleg en í aðra flokka er erfiðara að ráða. Þeir sem vilja spá í spilin geta ef til vill nýtt meðfylgjandi töflu sér til glöggvunar en þar kemur fram hvernig myndum og leikurum sem tilnefndir eru hefur reitt af á öðrum verðlaunahátíðum.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira