Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Urðu fyrir þrýstingi stjórnmálamanna

Stjórnmálamenn reyndu ítrekað að hafa áhrif á fréttaflutning fréttastofu Stöðvar 2 á fyrstu árum stöðvarinnar. Ráðherrar beittu sér fyrir því að einstakir fréttamenn yrðu reknir fyrir óþægilegan fréttaflutning. 

Innlent
Fréttamynd

Tók mér þann tíma sem ég þurfti

Fyrsta bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar í fimm ár kemur út í nóvember. Sögusviðið er Toscana-sveitin á Ítalíu undir lok seinni heimstyrjaldarinnar en hún hefur lengi verið Ólafi hugleikinn eftir að hann fór þangað ungur drengur. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við rithöfundinn og aðstoðarforstjóra Time Warner um bókina sem fékk að malla í dágóðan tíma.

Menning
Fréttamynd

Bestu þættirnir eru á Stöð 2

Mad Men var valin besta dramatíska þáttaröðin fjórða árið í röð og Modern Family besta gamanþáttaröðin á Emmy-verðlaunahátíðinni. Báðir þættirnir eru sýndir á Stöð 2 en alls hlutu þættir Stöðvar 2 sautján af 25 verðlaunum sem veitt voru.

Stöð 2
Fréttamynd

Íslenski hesturinn í Game of Thrones

Íslenski hesturinn verður töluvert notaður í upptökum á sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er tökulið þáttanna væntanlegt hingað til lands í nóvember. Ekki er leyfilegt að flytja hesta til Íslands þar sem íslenski hesturinn er mjög einangruð tegund og því viðkvæmur fyrir alls kyns hestapestum.

Lífið
Fréttamynd

Tom Cruise vill taka upp geimverumynd á Íslandi

„Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma, það stóð til að myndin yrði gerð hér í sumar," segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtækisins True North. Talsverðar líkur eru á því að kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki verði að stórum hluta tekin upp hér á landi á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

Fengu forskot á Game of Thrones sæluna

Sýningar á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones hefjast á Stöð 2 annað kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki fyrir þáttunum og því var mikil spenna í Bíói Paradís í gær þar sem sérstök forsýning var á fyrstu tveimur þáttunum.

Lífið
Fréttamynd

Tökulið Game of Thrones væntanlegt hingað í vetur

Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum.

Lífið
Fréttamynd

Game of Thrones hefst 21. ágúst

Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi

Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Múmínálfarnir dansa við lag Bjarkar

Myndin um Múmínálfana er frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina. Múminálfarnir er teiknimynd sem byggir á frægum sögum eftir Tove Jansson. Teiknimyndirnar og sögurnar um Múmínsnáðann, Míu, Snúð og Snorkstelpuna hafa notið mikilla vinsælda hjá íslensku smáfólki.

Tónlist
Fréttamynd

Logi á Nordisk Panorma

„Þetta er fyrsta stuttmyndin sem mér fannst nógu góð til að ég þyrði að senda hana frá mér,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Logi Hilmarsson. Stuttmynd hans, Þyngdarafl, keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Bergen í Noregi dagana 24. til 29. september.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Öflugustu tvíeykin í Hollywood

Margir af fremstu leikstjórum heims hafa bundist miklum tryggðarböndum við einn ákveðinn leikara. Þekktasta parið er eflaust Robert De Niro og Martin Scorsese en slík sambönd eru alls ekki óalgeng.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Forseti Írans bregst við íslenskri fálkamynd

„Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eiginlega merkilegast er að hann svarar aldrei spurningunni,“ segir Þorkell Harðarson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri heimildarmyndarinnar Feathered Cocaine. M

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

J.J. Abrams sýnir leynistiklu á undan Iron Man

Kvikmyndagerðarmaðurinn J.J. Abrams er snillingur í því að búa til dulúð í kringum sínar kvikmyndir. Skemmst er að minnast Clover­field en stikla úr myndinni birtist, öllum að óvörum, á Netinu án þess að nokkur vissi að hún væri einu sinni til.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Unnur Andrea í hollenskri bíómynd

Hinn íslenski/hollenski kvikmyndagerðarmaður, Kris Kristinsson, mun frumsýna tvær myndir í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Þetta eru myndirnar Ruta del Jaca (73 mín.) og fyrstu tveir kaflar myndarinnar Hjörtu vita (32 mín.) sem er enn í vinnslu.

Bíó og sjónvarp