Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Nope: Allt í lagi, ekkert spes

Eftir að hafa slegið í gegn með sínum fyrstu kvikmyndum Get Out og Us er meiri pressa á hrollvekjuleikstjóranum Jordan Peele og væntingarnar miklar. Þriðja kvikmynd hans, Nope, er nú komin í kvikmyndahús.

Gagnrýni
Fréttamynd

Leikkonan Denise Dowse látin

Bandaríska leikkonan Denise Dowse er látin 64 ára að aldri eftir baráttu við heilahimnubólgu. Dowse á að baki meira en þrjátíu ára leikferil í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum en hún er þekktust fyrir leik sinn í Beverly Hills, 90210 og The Guardian.

Lífið
Fréttamynd

Cheaters: Framhjáhaldarar á sprettinum

Sex þættir af bresku gamanþáttaröðinni Cheaters duttu inn á Stöð 2+ í byrjun viku. Þeir fjalla um Fola og Josh sem hittast fyrir tilviljun á flugvelli í Helsinki þegar fluginu þeirra til London er frestað vegna veðurs.

Gagnrýni
Fréttamynd

Anne Heche er látin

Leikkonan Anne Heche er látin, 53 ára að aldri. Heche slasaðist alvarlega í bílslysi fyrir viku síðan og hefur verið í dái síðan þá.

Lífið
Fréttamynd

Streymisstríðið tekur stakkaskiptum

Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr íslensku dans- og söngvamyndinni Abbababb

Íslenska dans- og söngvamyndin Abbababb hefur gefið út sína fyrstu stiklu en myndin er eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur sem leikstýrði henni einnig og er væntanleg í kvikmyndahús í september. Myndin er byggð á samnefndum söngleik Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, betur þekktur sem Dr. Gunni.

Lífið
Fréttamynd

Heche sögð liggja bana­leguna

Fjölskylda leikonunnar Anne Heche hefur tilkynnt að ekki sé búist við því að hún lifi eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir viku síðan.

Lífið
Fréttamynd

Hvernig börnin fengu hlutverkin sín í Stranger Things

Netflix þættirnir Stranger Things fóru í loftið árið 2016 en áður en þeir slógu í gegn voru aðalleikarar þáttanna börn sem voru valin úr fjölda umsækjenda í þetta stóra ævintýri. Carmen Cuba er konan á bak við leikaravalið og fer hún yfir ferlið við það að velja tilvonandi stjörnurnar í viðtali hjá Vanity Fair.

Lífið
Fréttamynd

Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum

„Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins.

Menning
Fréttamynd

Ástfangin á rauða dreglinum

Baltas­ar Kormákur og listakonan Sunn­eva Ása Weiss­happ­el voru glæsileg á rauða dreglinum við heimsfrumsýningu nýjustu myndar Baltasars sem ber heitið Beast. Idris Elba lét sig ekki vanta á svæðið en hann fer með aðalhlutverk myndarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS

Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS hefur verið birt. Í henni má sjá brot úr ferðalögum áhrifavaldanna þar sem Magnea kemur meðal annars með þá fleygu setningu: „Everything is planned out from A to Ö.“

Lífið
Fréttamynd

„Án hjartahnoðs væri ég dauður“

Leikarinn geðþekki Bob Odenkirk, sem fer um þessar mundir á kostum sem klækjalögmaðurinn Saul Goodman í þáttunum Better Call Saul, var nær dauða en lífi við tökur á þáttunum á síðasta ári. Hann segist eiga hjartahnoði líf sitt að launa.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lars von Tri­er með Parkin­son

Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hefur greinst með Parkinson. Leikstjórinn umdeildi hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir kvikmyndir sínar en myndir hans hafa sjö sinnum verið valdar besta myndin á dönsku Bodil-verðlaununum.

Lífið
Fréttamynd

Olivia Newton-John er látin

Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár.

Lífið
Fréttamynd

Roger E. Mosley látinn eftir bílslys

Bandaríski leikarinn Roger E. Mosley er látinn, 83 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þyrluflugmaðurinn Theodore „T.C.“ Calvin í þáttaröðinni Magnum P.I. þar sem hann fór með eitt aðalhlutverka við hlið Tom Selleck.

Lífið
Fréttamynd

Hætti við útgáfu Batgirl vegna áherslubreytinga og niðurskurðar

Ákvörðun forsvarsmanna Warner Bros og HBO um að hætta við útgáfu kvikmyndarinnar um Leðurblökustúlkuna (Batgirl) hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum og jafnvel furðu. Framleiðsluferli myndarinnar var mjög langt komið og er sagt hafa kostað allt að níutíu milljónir dala, sem samsvarar um 12,4 milljörðum króna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rödd Línunnar og Pingu látin

Carlo Bonomi, sem hefur í áratugi verið tíður gestur á skjám landsmanna, er látinn 85 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan með túlkun sinni á persónunni Línunni í samnefndum sjónvarpsþáttum. Seinna túlkaði hann mörgæsina Pingu sem glatt hefur börn sem fullorðna um árabil.

Lífið
Fréttamynd

Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“

Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið.

Lífið
Fréttamynd

„Mikilvægt að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað“

Aron Ingi Davíðsson vakti athygli sem einn af eigendum og meðlimum Áttunnar á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Aron flutti meðal annars til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð við New York Film Academy. Nú vinnur hann að því að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi en um er að ræða unglingaseríu sem kemur inn á ýmis málefni og byggir á persónulegri reynslu. Blaðamaður tók púlsinn á Aroni Inga.

Lífið
Fréttamynd

Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur

Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nichelle Nichols er látin

Leikkonan Nichelle Nichols er látin 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise.

Lífið
Fréttamynd

LXS raun­veru­leika­þættir á leiðinni

Nýir íslenskir raunveruleikaþættir þar sem fylgst verður með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í LXS vinkonuhópnum eru væntanlegir á Stöð 2 í haust. Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu.

Lífið