

Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa bætt við sig hinum tveggja metra háa Zarko Jukic.
„Okkar túlkun er sú að hann sé samningsbundinn Haukum. Þetta fer bara sína leið í héraðsdómi ef að þess þarf,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, um mál landsliðsmannsins Hjálmars Stefánssonar.
Jón Halldór Eðvaldsson, einn spekinga Domino's Körfuboltakvöld, segir Þór Þorlákshöfn vera með verri mannskap en mörg lið í Domino's deildinni en hins vegar betra lið.
Haukar koma með tvo nýja leikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta þegar liðið mætir aftur til leiks eftir landsleikjahlé.
Kjartan Atli Kjartansson, Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru hrifnir af því hvernig Tindastóls-liðið spilaði í sigurleiknum gegn Grindavík á fimmtudagskvöldið.
Valur vann Keflavík, nokkuð óvænt, í Domino’s deild karla á föstudagskvöldið. Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna Vals, hrósaði Pavel Ermolinskij í hástert í leikslok fyrir frammistöðu Pavels á föstudaginn.
Varnarleikur KR var til mikillar fyrirmyndar í sigurleiknum gegn Stjörnunni á fimmtudagskvöldið í Domino's deild karla. Farið var yfir varnarleikinn í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi.
Finnur Freyr Stefánsson var sáttur með óvæntan sigur sinna manna á toppliði Keflavíkur í kvöld. Valur vann 13 stiga sigur er Keflvíkingar heimsóttu Hlíðarenda í síðasta leik kvöldsins, lokatölur 85-72.
Vængbrotið lið Vals - sem hafði tapað þremur leikjum í röð - pakkaði toppliði Keflavíkur saman að Hlíðarenda í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 85-72 og annað tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd.
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var mjög ósáttur með stórt tap sinna manna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Lokatölur 96-80 heimamönnum í vil sem höfðu fyrir leik ekki unnið í þremur leikjum í röð.
Njarðvík vann öruggan sigur á ÍR í 10. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík hafði yfirhöndina frá upphafi og lítið sem ekkert gekk upp hjá ÍR-liðinu í kvöld, lokatölur í kvöld 96-80 Njarðvík í vil.
Hlynur Bæringsson tók í gær þau fjögur sóknarfráköst sem hann vantaði upp á til að ná að jafna met Guðmundar Bragasonar yfir flest sóknarfráköst í sögu úrvalsdeildar karla.
Það er nóg um að vera í heimi íþróttanna í dag en við endum að sjálfsögðu vinnuvikuna á Dominos Körfuboltakvöldi með Kjartani Atla Kjartanssyni og sérfræðingum þáttarins.
Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu.
„Þetta var rosagóður sigur á heimavelli, loksins. Mér finnst þetta vera á uppleið og ég var ánægður með okkur í dag,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson eftir sigur KR á Stjörnunni í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, vonar að áhorfendum verði senn hleypt inn á íþróttaleiki þannig að Egilsstaðabúar geti notið þess sem hann hefur lýst sem besta körfuboltaliði sem bærinn hefur átt.
Höttur skildi Hauka eina eftir í neðsta sæti Domino‘s deildar karla í körfuknattleik með 90-84 sigri þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Hattarmenn reyndust sterkari á lokamínútunni í jöfnum leik.
Tindastóll vann tvo síðustu heimaleiki sína fyrir landsleikjahléið í Domino's deild karla. Stólarnir höfðu betur gegn Grindavík á heimavelli í kvöld, 88-81, en þetta var þriðja tap gestana frá Grindavík í röð.
Þór Þorlákshöfn vann hörkusigur á Þór Akureyri í Dominos deild karla í kvöld. Bæði lið hafa verið á góðu skriði undanfarið en gestirnir frá Þorlákshöfn unnu stórsigur í kvöld, lokatölur 75-91.
Stjarnan og Keflavík hafa verið mest sannfærandi í Dominos-deild karla í körfubolta en myndin gæti verið að breytast hjá mörgum liðum núna, segir Hermann Hauksson, sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport.
Valur gæti verið að fá enn frekari liðsstyrk fyrir átökin í Dominos-deild karla í körfubolta að loknu tveggja vikna landsleikjahléi sem tekur við um helgina.
Níu beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Körfubolti, handbolti, fótbolti, golf og rafíþróttir.
Valur í Domino's deild karla hefur samið við Jordan Roland um að leika með liðinu út leiktíðina.
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, vildi lítið segja um framtíð Bandaríkjamannsins Erics Wise hjá liðinu í samtali við Vísi.
Nýliðar Hattar í Dominos-deild karla í körfubolta hafa bætt við sig hollenskum landsliðsmanni. Sá heitir Bryan Alberts og lék síðast í sænsku úrvalsdeildinni.
Stjörnumaðurinn Alexander Lindqvist er í fimmtán manna landsliðshópi Svía og er því á leiðinni í búbblu í Istanbul á sama tíma og íslenska landsliðið kemur saman seinna í þessum mánuði.
Framtíð bandaríska körfuboltamannsins Eric Julian Wise hjá Grindavík var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gærkvöldi þar sem fjallað var um níundu umferða.
Darri Freyr Atlason var himinlifandi með sigur lærisveina sinna í KR á Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. KR vann góðan útisigur eftir tap á heimavelli gegn Keflavík í síðustu umferð en Darri segir jafn framt að KR-ingar viti hvenær mikilvægustu leikirnir byrja; í úrslitakeppninni.
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur hefur oft átt betri leiki en hann átti í kvöld gegn KR Óli var 0 af 6 í þriggja stiga tilraunum og skoraði bara fjögur stig í fyrstu þremur leikhlutunum en endaði þó leikinn með 11 stig.
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, sá ýmislegt jákvætt við frammistöðuna gegn Stjörnunni þótt hann væri svekktur með úrslit leiksins. Stjörnumenn unnu átta stiga sigur, 95-87, í leik þar sem þeir voru alltaf með forystuna.