Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valentínusarveisla í Vestur­bæ

    Mörg hatrömm baráttan hefur verið háð er KR og Valur hafa mæst í gegnum tíðina en ástin verður í loftinu þegar þau mætast í kvöld, á Valentínusardag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Viðar Örn Haf­steins­son: Við ætlum okkur að skrifa söguna

    Kraftaverk þarf til að Höttur bjargi sér frá falli úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir úrslit kvöldsins. Höttur tapaði 86-89 á heimavelli fyrir Stjörnunni. Liðið sýndi ágætan leik og var komið í ágæta stöðu í fjórða leikhluta þegar Stjarnan hrökk í gang. Þjálfari Hattar var þó heilt yfir sáttur við leik síns liðs.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ekkert sér­stak­lega upp­tekinn af því að við erum fallnir”

    Haukar tóku á móti Keflavík í kvöld í botnbaráttuslag. Það var ljóst fyrir leik að ef Haukar ætluðu að bjarga sér frá falli var það nauðsynlegt að vinna þennan leik. Haukarnir héldu sér inn í leiknum allan tíman en töpuðu að lokum 96-103 og því eru Haukar nánast fallnir um deild. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka kom í viðtal eftir leik þar sem hann var vonsvikinn með tapið, en að mörgu leiti ánægður með sína menn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Enn sami Siggi Ingi­mundar og áður: „Og bara rúm­lega það“

    Marg­faldi Ís­lands- og bikar­meistarinn í körfu­bolta, Sigurður Ingi­mundar­son, segist enn vera sami þjálfarinn og rúm­lega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Kefla­vík á dögunum. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Martin má ekki koma Kefla­vík til bjargar

    Það verður ekkert af því að Remy Martin snúi aftur í lið Keflavíkur á þessari leiktíð, þó að hann hafi ekki verið skráður í annað félag síðan hann sleit hásin í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar í körfubolta á síðasta ári.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“

    Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ég er að koma aftur fyrir skemmti­legasta hlutann“

    Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kjartan: Við erum að vaða á liðin

    Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í Bónus deild karla, var kátur með sína menn í kvöld þegar Haukar voru lagði 107-90. Hann var sáttur með andann og það hve meðvitaðir þeir voru um hvað var hægt að laga. 

    Körfubolti