Stjörnumenn sendu Grindvíkinga í sumarfrí
Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni á heimavelli í hörkuleik í gærkvöldi.
Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni á heimavelli í hörkuleik í gærkvöldi.
„Þetta var rosaleg spenna hérna í lokin og við eiginlega stálum sigrinum,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í undanúrslit Iceland-Express deild karla eftir að hafa unnið frækin sigur, 95-90, gegn ÍR í framlengdum oddaleik.
Stjörnumaðurinn Kjartan Atli Kjartansson átti ansi stóran þátt í sigri sinna manna í Röstinni í kvöld. Hann setti niður rosalegan þrist þegar öðrum leikmönnum virtist fyrirmunað að skora.
"Ég var búinn að undirbúa mig fyrir sigur hérna í lokin,“ sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR-inga, eftir tapið í kvöld. ÍR þurfti að sæta sig við það að komast aðeins í 8-liða úrslitin í ár eftir frábært einvígi gegn Keflavík. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga gegn ÍR, 95-90.
Þorleifur Ólafsson kom óvænt inn í lið Grindavíkur í kvöld. Hann er búinn að vera fjarverandi vegna meiðsla en Grindavík þurfti á öllu að halda í kvöld og því beit Þorleifur á jaxlinn.
„Þetta var virkilega sætt þó svo að sóknarleikur okkar hafi verið skelfilegur,“ sagði Sigurður Þorsteinsson eftir sigurinn í kvöld. Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-90, gegn ÍR-ingum í oddaleik um laust sæti í undanúrslitum Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn.
"Við náðum ekki að halda hraðanum niðri í þessum leik og það sást best í þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 87-73 tap liðsins í kvöld gegn Íslandsmeistaralið Snæfells.
„Ingi Þór tók okkur á góðan fund fyrir leikinn þar sem hann fór í gegnum ýmis atriði sem vantaði í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir 87-73 sigur Íslandsmeistaraliðsins gegn Haukum í kvöld.
Nú þegar fjórðungsúrslitunum í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla liggja fyrir er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitunum sem hefjast á sunnudagskvöldið.
Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum.
Valur er komið aftur upp í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Þór, Akureyri, í oddaleik í rimmu liðanna um hvort liðið fylgir Þór frá Þorlákshöfn upp úr fyrstu deildinni. Valur vann leikinn í kvöld, 94-76, og einvígið 2-1. Allir leikirnir í rimmunni unnust á útivelli.
Það var mikil spenna í loftinu í "Fjárhúsinu“ fyrir oddaleik Íslandsmeistaraliðs Snæfells og nýliða Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Haukarnir sýndu mikla baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en meistaraliðið úr Stykkishólmi náði "sínum“ leik í kvöld og landaði nokkuð öruggum sigri, 87-73.
Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld.
Það er allt að verða klárt fyrir oddaleikinn í Grindavík þar sem Stjarnan sækir Grindavík heim. Heimamenn sem komnir eru í salinn glöddust mjög er þeir sáu að Þorleifur Ólafsson er að hita upp með Grindvíkingum.
Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum.
Stjörnumaðurinn Justin Shouse verður í mikilvægu hlutverki hjá Stjörnunni í kvöld þegar liðið fer í heimsókn í Röstina í Grindavík í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Nick Bradford verður í aðalhlutverki með Grindavík í kvöld þegar liðið fær Stjörnumenn í heimsókn í Röstina í Grindavík í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka, er kokhraustur fyrir oddaleik sinna manna gegn Íslandsmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í kvöld.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hefur ákveðið að grípa til gamalkunnra bragða til þess að peppa sitt lið upp fyrir oddaleikinn gegn Haukum í kvöld.
Haukar, Stjarnan og ÍR verða á útivöllum í oddaleikjum í átta úrslita Iceland Express deilda karla í körfubolta í kvöld. Öll félögin hafa skipulagt rútuferðir fyrir stuðningsmenn sína, Haukar fara í Hólminn, Stjörnumenn mæta í Grindavík og ÍR-ingar fara í Keflavík.
„Ég er ótrúlega sáttur og við lékum frábærlega í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR eftir sigurleik sinna stúlkna gegn Keflavík í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna, 75-64. Þar með hefur liðið unnið sinn hvorn leikinn.
Haukar og ÍR tryggðu sér oddaleiki í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í gærkvöldi og þar með er ljóst að þrjú af fjórum einvígum átta liða úrslitanna fara alla leið í leik upp á líf og dauða á morgun.
ÍR og Haukar hleyptu miklu lífi í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með því að knýja fram oddaleiki í sínum viðureignum í fjórðungsúrslitunum.
"Við sýndum það hér í kvöld að við getum alveg staðið í þeim bestu,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfelli í öðrum leik liðana í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla og knúði því fram oddaleik.
"Þessi úrslit voru bara virkilega verðskulduð hjá Haukum og ég skil hreinlega ekki hugarfarið í mínum mönnum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í gær.
Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1.
ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu verðskuldaðan sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89.
ÍR og Keflavík mætast í kvöld í Seljaskóla í öðrum leik einvígis þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð Sport 2 en Keflavík tryggir sér sæti í undanúrslitunum með sigri.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku.
Það er ekki enn vitað hversu mikinn þátt bandaríski bakvörðurinn Sean Burton getur tekið í öðrum leik Snæfells og Hauka í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en liðin mætast á Ásvöllum klukkan 19.15 í kvöld.