
Haukarnir enduðu taphrinu sína með sigri á ÍR
Nýliðar Hauka komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla með 93-87 sigri á ÍR á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn eftir að hafa byrjað mótið á tveimur sigurleikjum.