
Nick hefur tapað öllum leikjunum á móti Keflavík
Njarðvíkingar eiga á hættu að vera sópað í sumarfrí af nágrönnum sínum í Toyota-höllinni í kvöld og þeir þurfa því nauðsynlega á stórleik að halda frá Bandaríkjamanninum sínum Nick Bradford. Nick á hinsvegar enn eftir að kynnast því að vinna Keflavík í Njarðvíkurbúningnum.