Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, voru í dag kostnir bestir í umferðum 12 til 22 í Iceland Express deild karla. Valið var tilkynnt á blaðamannafundi hjá KKÍ en þá kom einnig í ljóst hverjir voru valdir í fimm manna úrvalslið.
Jón Ólafur Jónsson var með 20,6 stig og 10,1 frákast að meðaltali í leik og hjálpaði Snæfelli að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í seinni hlutanum.
Aðrir í úrvalsliðinu voru liðsfélagi Jón Ólafs hjá Snæfelli, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR-ingarnir Pavel Ermolinskij og Marcus Walker og Keflvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Pavel og Jón Ólafur voru báðir í úrvalsliðinu fyrir fyrri hlutann en Pavel var þá kosinn besti leikmaðurinn.
Hrafn Kristjánsson stýrði KR til sigurs í 9 af 11 deildarleikjum eftir áramót auk þess að KR tryggði sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hann var valinn besti þjálfarinn en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hafði fengið þessi verðlaun fyrir fyrri hlutann.
Tindastólsmaðurinn Helgi Rafn Viggósson var kosinn mesti dugnaðarforkurinn í deildinni og besti dómarinn var valinn Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson alveg eins og í fyrri hlutanum.
´
Verðlaunin fyrir seinni hlutann:Úrvalslið Iceland Express-deildar karla í umferðum 12-22
Pavel Ermolinskij · KR
Marcus Walker · KR
Pálmi Freyr Sigurgeirsson · Snæfell
Jón Ólafur Jónsson · Snæfell
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Keflavík
Dugnaðarforkurinn
Helgi Rafn Viggósson · Tindastól
Besti þjálfarinn
Hrafn Kristjánsson · KR
Besti leikmaðurinn
Jón Ólafur Jónsson · Snæfell
Besti dómarinn í Iceland Express-deildum
Sigmundur Már Herbertsson
Jón Ólafur og Hrafn kosnir bestir í seinni hlutanum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn