
Ingvar Þór: Hálfvankaðar í fyrri hálfleik og einbeitingarleysi í fjórða leikhluta
Haukum tókst ekki að sækja sigur úr Smáranum þegar liðið heimsótti Grindavík í annarri umferð efri hluta Subway deildar kvenna. Haukarnir stóðu í heimakonum allan leikinn en vantaði herslumuninn þegar á reyndi. Lokatölur 83-79 Grindavíkursigur.