Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 21:16 Tinna Guðrún var góð í liði Hauka í kvöld. Vísir/Anton Brink Haukar og Aþena áttust við í Bónus-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Reynslumikið lið Hauka hafði þar betur gegn nýliðum Aþenu og vann fimmtán stiga sigur. Bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð deildarinnar, Aþena gegn Tindastóli og Haukar gegn Hamar/Þór. Haukar hafa á að skipa sterku liði en Aþena eru nýliðar í deildinni og á sínu fyrsta tímabili frá upphafi í efstu deild. Í upphafi leiks í kvöld virtust Haukar ætla að hlaupa með leikinn í burtu. Þær leiddu 25-11 að honum loknum og náðu mest sautjá stiga forskoti. Aþena saxaði aðeins á forskotið í öðrum leikhluta en Haukar voru ennþá með frumkvæðið þegar honum lauk og áfram inn í þann þriðja. Staðan eftir þriðja leikhluta var 62-51 heimakonum í Haukum í vil en í þeim fjórða kom áhlaup Aþenu. Þær skoruðu fyrstu þrettán stig leikhlutans og komust í forystu. Í stöðunni 69-66 Aþenu í vil var hins vegar komið að áhlaupi frá Haukum sem skoruðu næstu tólf stig og voru níu stigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Aþenu að brúa. Sigur Hauka var að endingu nokkuð þægilegur, lokatölur 91-76. Undir lok leiksins átti sér stað óhugnalegt atvik þegar Ajulu Thatha leikmaður Aþenu fékk högg á höfuðið og varð að fara af velli. Hún var studd af velli en skömmu síðar var kallað eftir lækni og huga þurfti að Thatha í lengri tíma fyrir aftan varamannabekk Aþenu. Hún var að lokum flutt burt af sjúkraflutningamönnum og við lófaklapp áhorfenda í Ólafssal. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst í liði Hauka með 24 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Lore Davos skoraði 21 stig og Diamond Battles 15. Í liði Aþenu skoraði áðurnefnt Thatha 21 stig og Dzana Crnac 17 en Aþena var aðeins með sjö leikmenn á leikskýrslu í leiknum. Bónus-deild kvenna Haukar Aþena Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð deildarinnar, Aþena gegn Tindastóli og Haukar gegn Hamar/Þór. Haukar hafa á að skipa sterku liði en Aþena eru nýliðar í deildinni og á sínu fyrsta tímabili frá upphafi í efstu deild. Í upphafi leiks í kvöld virtust Haukar ætla að hlaupa með leikinn í burtu. Þær leiddu 25-11 að honum loknum og náðu mest sautjá stiga forskoti. Aþena saxaði aðeins á forskotið í öðrum leikhluta en Haukar voru ennþá með frumkvæðið þegar honum lauk og áfram inn í þann þriðja. Staðan eftir þriðja leikhluta var 62-51 heimakonum í Haukum í vil en í þeim fjórða kom áhlaup Aþenu. Þær skoruðu fyrstu þrettán stig leikhlutans og komust í forystu. Í stöðunni 69-66 Aþenu í vil var hins vegar komið að áhlaupi frá Haukum sem skoruðu næstu tólf stig og voru níu stigum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Aþenu að brúa. Sigur Hauka var að endingu nokkuð þægilegur, lokatölur 91-76. Undir lok leiksins átti sér stað óhugnalegt atvik þegar Ajulu Thatha leikmaður Aþenu fékk högg á höfuðið og varð að fara af velli. Hún var studd af velli en skömmu síðar var kallað eftir lækni og huga þurfti að Thatha í lengri tíma fyrir aftan varamannabekk Aþenu. Hún var að lokum flutt burt af sjúkraflutningamönnum og við lófaklapp áhorfenda í Ólafssal. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst í liði Hauka með 24 stig auk þess að taka 6 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Lore Davos skoraði 21 stig og Diamond Battles 15. Í liði Aþenu skoraði áðurnefnt Thatha 21 stig og Dzana Crnac 17 en Aþena var aðeins með sjö leikmenn á leikskýrslu í leiknum.
Bónus-deild kvenna Haukar Aþena Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti