EM í fótbolta 2024

EM í fótbolta 2024

Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Dælir peningum í lands­liðs­menn eftir sigurinn sögu­lega

    Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Foden yfir­gefur her­búðir enska lands­liðsins

    Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hareide hylltur í Munchen: Nafn hans sungið há­stöfum

    Óhætt er að segja að Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafi fengið góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen í Þýskalandi í dag þar sem að Danmörk mun mæta Serbíu á EM í fótbolta. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Með­limur úr öryggissveit Orbáns lést í bíl­slysi

    Lögreglumaður sem var í öryggissveit Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lést í bílslysi í þýsku borginni Stuttgart í gær. Þar var Orban staddur ásamt föruneyti sínu til að fylgjast með leik Ungverja á EM í knattspyrnu.

    Erlent