EM kvenna í fótbolta 2025

EM kvenna í fótbolta 2025

Evrópumót kvenna í fótbolta fer fram í Sviss dagana 2. til 27. júlí 2025.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Cecilía meðal fimm efni­legustu leik­manna á EM

    EM kvenna er rétt handan við hornið þar sem Ísland mun mæta Finnlandi, Noregi og Sviss í A-riðli. ESPN skoðaði hvaða leikmönnum yngri en 21 árs væri spennandi að fylgjast með á mótinu, og meðal þeirra er einn Íslendingur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ís­land hentar okkur vel“

    Finnar hafa nú valið EM-hópinn sem fer til Sviss og mætir þar Íslandi í fyrsta leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta 2. júlí. Marko Saloranta landsliðsþjálfari Finnlands segir liðið hafa glímt við einstaklega mikið meiðslavandræði í vor og sumar en er vongóður um sigur gegn Íslandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gefa lands­liðs­konum peninga til að koma fjöl­skyldunni á EM

    Það er býsna kostnaðarsamt fyrir stuðningsmenn Englands, Íslands og annarra liða að fylgja sínu liði á EM kvenna í fótbolta í ár, þar sem mótið fer fram í sennilega dýrasta landi heims, Sviss. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við til að styðja við fjölskyldur sinna leikmanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Svona verða stelpurnar okkar klæddar á EM

    Þó að aðalmálið sé auðvitað að íslenska landsliðið líti vel út innan vallar, á EM kvenna í fótbolta í næsta mánuði, þá er ljóst að stelpurnar okkar verða einnig glæsilega til fara utan vallar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    María og Haug fá ekki að mæta Ís­landi á EM

    Gemma Grainger virðist hafa komið fáum á óvart með vali sínu á norska landsliðshópnum fyrir EM kvenna í fótbolta sem hefst eftir hálfan mánuð. Hún valdi þó hvorki Maríu Þórisdóttur né Liverpool-stjörnuna Sophie Román Haug.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Tók nokkur sím­töl sem voru hund­leiðin­leg“

    Þorsteinn Halldórsson segir það að sjálfsögðu hafa verið erfitt að þurfa að tilkynna sterkum landsliðskonum að þær væru ekki á leiðinni á EM í fótbolta í Sviss í sumar. Hann er hins vegar afar ánægður með þann 23 manna hóp sem hann hefur nú valið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Svona kynnti Þor­steinn EM-hópinn sinn

    Það var stór stund í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði í dag þar sem Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, fór yfir val sitt á þeim leikmönnum sem fara fyrir Íslands hönd á EM í Sviss.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Reynt að halda væntingum niðri og ég spyr mig af hverju?“

    Helena Ólafs­dóttir, fyrr­verandi lands­liðsþjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta og fót­boltasér­fræðingur gerir þá kröfu að liðið komist upp úr riðli sínum á komandi Evrópumóti. Hún væri til í að hafa séð fastari skorður á liðinu og kallar eftir meiri ák­efð frá leik­mönnum þess.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eng­land verður án þriggja Evrópumeistara á EM

    England er ríkjandi Evrópumeistari kvenna og stefnir á að verja titilinn í Sviss í sumar, en mun gera það án þriggja lykilleikmanna liðsins frá síðasta móti. Miðjumaðurinn Fran Kirby er hætt með landsliðinu og miðvörðurinn Millie Bright hefur dregið sig úr hópnum. Þær tvær tilkynntu ákvörðun sína í dag, nokkrum dögum eftir að markmaðurinn Mary Earps hætti með landsliðinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Missti markmannsstöðuna og hætti með lands­liðinu

    Mary Earps, markvörður PSG sem var áður hjá Manchester United, missti stöðuna sem aðalmarkvörður enska landsliðsins og hefur nú tilkynnt að hún sé hætt landsliðsfótbolta. Hún mun því ekki taka þátt í titilvörn Englands á Evrópumótinu í sumar.

    Fótbolti