Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Jason skoraði í svekkjandi jafn­tefli

    Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Harrogate. Grimsby er í sjöunda sætinu og vill alls ekki detta neðar í League Two deildinni síðustu fjórar umferðirnar.

    Enski boltinn

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Af hverju má Asensio spila í kvöld?

    Spánverjinn Marco Asensio hefur endurfæðst á nýjum stað með Aston Villa í Birmingham-borg. Hann er á láni frá franska stórliðinu PSG en þau lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ís­lendingalið Birming­ham upp í B-deild

    Íslendingalið Birmingham City er komið upp í ensku B-deild karla í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Peterborough United í kvöld. Stefán Teitur Þórðarson var svo á skotskónum þegar Preston North End gerði 2-2 jafntefli við Cardiff City í ensku B-deildinni í knattspyrnu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    New­cast­le heldur á­fram að klífa töfluna

    Newcastle United er komið í baráttuna um að enda meðal efstu fjögurra liða ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Leicester City. Refirnir frá Leicester geta hins vegar ekki neitt og eru svo gott sem fallnir.

    Enski boltinn