Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Klopp snýr aftur á Anfield

    Jurgen Klopp, fyrrverandi þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, verður á meðal áhorfenda á Anfield þegar að Liverpool tekur á móti Crystal Palace í lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham

    Starfsfólk hjá Manchester United kemst að því í dag hvort það haldi starfi sínu hjá félaginu eftir tap liðsins í úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrir Tottenham á miðvikudagskvöld. Félagið verður af miklum fjárhæðum vegna tapsins og ljóst að fjölda fólks verður sagt upp í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Var ekki nógu á­nægður með Trent

    Arne Slot, þjálfari Eng­lands­meistara Liver­pool, hefur greint frá því að hann hafi ekki verið nógu ánægður með fram­lag Trent Alexander Arn­old á æfingum liðsins í upp­hafi tíma­bils. Trent er á leið til Real Madrid á frjálsri sölu eftir tíma­bilið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd

    Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, segist vilja sjá með berum augum hvernig Ivan Toney komi út í enska hópnum. Toney er nú valinn í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir sádi-arabíska liðsins Al-Ahli frá Brentford síðasta sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld

    Stuðningsmenn annarra liða en Manchester United og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni vonast hvað flestir eftir sigri þeirra síðarnefndu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mikil­vægasti leikur í sögu Man. Utd

    Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Manchester er heima“

    Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    De Bru­yne kvaddur með stæl

    Belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne lék í kvöld sinn síðasta heimaleik fyrir Manchester City. Það var því við hæfi að liðið sýndi sínar bestu hliðar þó De Bruyne sjálfur hafi klikkað á algjöru dauðafæri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Frimpong í læknis­skoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum

    Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Beck­ham varar Manchester United við

    David Beck­ham, fyrr­verandi leik­maður Manchester United, hvetur eig­endur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leik­manna­markaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykil­leik­manninn Bruno Fernandes.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Cunha að ganga í raðir Man United

    Það virðist næsta öruggt að brasilíski framherjinn Matheus Cunha muni ganga í raðir Manchester United þegar tímabilinu lýkur. Talið er að alls hafi fimm lið verið með hann á óskalista sínum en Cunha er harður á því að spila fyrir Man United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Átti Hender­son að fá rautt spjald?

    Dean Henderson átti stórleik í marki Crystal Palace þegar liðið tryggði sér enska bikarinn í knattspyrnu í gær. Wayne Rooney segir að Henderson hefði átt að fá rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í leiknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Æfingu morgun­dagsins er af­lýst“

    Oliver Glasner knattspyrnustjóri Crystal Palace er búinn að stimpla sig inn í sögubækur félagsins eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni í dag. Þetta er fyrsti stóri titill Crystal Palace í 164 ára sögu félagsins.

    Enski boltinn