
Skýrari línur
Dómur Hæstaréttar um vexti á myntkörfuláni og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við honum stuðla að því að draga úr óvissu um stöðu skuldara. Fyrri dómur Hæstaréttar, sem dæmdi gengisviðmiðun lána sem veitt eru í íslenzkum krónum ólöglega, svaraði ekki spurningunni um hvernig reikna ætti vexti af lánunum.