Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Slógu met á Norður­landi í júní

Metfjöldi skráðra gistinótta mældist á hótelum á Norðurlandi í júnímánuði. Nemur aukningin átta prósentum frá sama mánuði í fyrra og hefur nýting hótelherbergja ekki verið betri frá því mælingar hófust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um­ferð á hring­veginum aldrei verið meiri

Aldrei hefur mælst meiri umferð á hringveginum í einum mánuði og í júlí síðastliðnum. Samkvæmt Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði um sjö prósentum meiri en árið 2022 og slái öll umferðamet.

Innlent
Fréttamynd

Könnuðust við gæjann á hjólinu

Nemendur við Davie County high í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum komust í feitt á dögunum þegar þeir skoðuðu sig um á Bessastöðum. Unglingarnir voru að búa sig undir að yfirgefa svæðið þegar maður kom hjólandi í blárri peysu.

Lífið
Fréttamynd

Hittust fyrir til­viljun í flug­vél Icelandair og eru í dag hjón

Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón.

Lífið
Fréttamynd

Ferðaþjónustan: Er til burðarþol?

Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni.

Skoðun
Fréttamynd

Annar stærsti júlí frá upp­hafi mælinga

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll voru um 275 þúsund í júlí samkvæmt nýrri talningu Ferðamálastofu. Það er annar stærsti júlímánuður frá því mælingar hófust en tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rúta brann í Kömbunum

Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið.

Innlent
Fréttamynd

Hafa samið um sjóböð í Önundar­firði

Samingur hefur verið undirritaður um land undir „umhverfisvæn sjóböð“ á Hvítasandi í landi Þórustaða innst í Önundarfirði. Böðin munu nýta varmaorku úr sjó til að hita laug, potta og sturtur og verða staðsett í gamalli sandnámu við hvíta skeljasandsströnd nálægt Holtsbryggju.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætti fljótt við um­deilt þjónustu­gjald

Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi.

Neytendur
Fréttamynd

Af hverju er þörf á upp­byggingu í Land­manna­laugum?

Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi

Ferðaskrifstofuleyfi TT ferða, sem lengst af hét Tripical Travel, hefur verið fellt úr gildi af hálfu Ferðamálastofu. Forsvarsmenn félagsins, sem reka einnig Tripical Ísland, segja það ekki hafa verið virkt undanfarið ár og því hafi þau ákveðið að viðhalda leyfinu ekki virku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eigum ekki að geyma ís­lensku í forma­líni

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skilur óþol Íslendinga fyrir ensku á skiltum og í auglýsingum. Prófessor í íslenskri málfræði segir Íslendinga verða að sýna þolinmæði og fjölga tækifærum til íslenskukennslu.

Innlent
Fréttamynd

Áform um „massatúrisma“ sem enginn vilji

Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Formaður umhverfissamtaka segir að með uppbyggingunni eigi að færa svæðið nær því sem hann kallar massatúrisma. Skipulagsstofnun vill að varlega verði stigið til jarðar.

Innlent
Fréttamynd

„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“

Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að finna þyrlu­flugi í Reykja­vík nýjan stað

Borgar­stjóri segir brýnt að finna út­sýnis­flugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flug­leiðir í lág­flugi séu al­mennt ekki yfir í­búa­byggð. Borgar­yfir­völd skoði nú Hólms­heiði sem mögu­legan kost sem nýst gæti til út­sýnis­flugs, bæði tíma­bundið og til fram­búðar. Stjórnir sveitar­fé­laga á höfuð­borgar­svæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vett­vangi.

Innlent