Hulkenberg ekur fyrir Sauber 2013 Þýski ökuþórinn Nico Hulkenberg mun aka Sauber-bíl á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær en þjóðverjinn hefur verið orðaður við Sauber síðan Sergio Perez tilkynnti að hann væri á förum. Formúla 1 1. nóvember 2012 06:00
Lotus: Raikkönen verður enn betri á næsta ári Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, mun aka áfram fyrir liðið á næsta ári. Þetta staðfesti Lotus í dag í kynningarmyndbandi. Formúla 1 29. október 2012 23:15
Vettel vann í fjórða sinn í röð Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1 leiddi indverska kappaksturinn af ráspól og til enda í dag. Hann hefur nú 13 stiga forskot á Fernando Alonso um heimsmeistaratitilinn. Formúla 1 28. október 2012 11:32
Vettel og Webber ræsa fremstir í Indlandi Heimsmeistarinn Sebastian Vettel ræsir indverska kappaksturinn af ráspól í Red Bull-bílnum sínum, við hliðina á liðsfélaga sínum Mark Webber. McLaren bílarnir voru mun nær Red Bull en væntingar stóðu til. Formúla 1 27. október 2012 09:49
Red Bull verður að nota gallaðan rafal Renault-vélaframleiðandinn í Formúlu 1 bar Red Bull, Lotus, Williams og Caterham-liðunum leiðinleg tíðindi á dögunum því liðin þurfa að nota gallaðan rafal í síðustu tveimur mótum ársins í Bandaríkjunum og í Brasilíu. Formúla 1 26. október 2012 17:00
Vettel fljótastur á æfingum fyrir Indverska kappaksturinn Heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók Red Bull-bíl sínum lang hraðast um indversku brautina sem keppt verður á í Formúlu 1 um helgina. Vettel ók 0,6 sekúntum hraðar en keppinautur hans Fernando Alonso á Ferrari. Formúla 1 26. október 2012 16:00
Mótinu í New York frestað um ár Það verður ekki keppt í New Jersey á næsta ári eins og ráðgert var. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, og Leo Hindery mótshaldari hafa staðfest þetta en undirbúningur vestra er á eftir áætlun. Formúla 1 24. október 2012 17:30
Ferrari blæs til sóknar í Indlandi Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Formúla 1 24. október 2012 15:01
Hamilton ekur betur en nokkru sinni McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton segist nú aka betur en nokkru sinni þó úrslit hans úr síðustu mótum sýni það ekki. Bíllinn hefur bilað hjá Hamilton í síðustu mótum og haldið aftur af honum. Formúla 1 23. október 2012 14:30
Todt ætlar ekki að gerast einræðisherra í F1 eins og Mosley Nú er að hefjast samningalota milli FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandsins) og liðanna í Formúlu 1 um nýjan Concorde-samning. Samningurinn ákvarðar þá upphæð af sjónvarpsfé sem rennur til liðanna og kveður á um skyldur beggja aðila. Formúla 1 22. október 2012 16:15
Pirelli útvegar endurbætt dekk á næsta ári liðunum til gremju Ítalski dekkjaframleiðandinn Pirelli fær einn að útvega liðunum í Formúlu 1 dekk á næsta ári eins og síðustu tvö ár. Nú hefur fyrirtækið tekið ákvörðun um hvernig dekkin munu vera á næsta ári. Formúla 1 18. október 2012 16:20
Ferrari-liðið sannfært um ágæti Massa og framlengir samninginn Brasilíski Formúlu 1-ökuþórinn Felipe Massa mun aka hjá Ferrari áfram á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær. Sæti Massa virtist falt hverjum sem er fyrr í sumar þegar Massa stóð sig hörmulega. Formúla 1 17. október 2012 06:00
Orðrómur um að Vettel fari til Ferrari Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er vinsælasti ökuþórinn á ráslínunni þessa dagana og er í feiknarformi, búinn að vinna síðustu þrjú mót. Þess vegna hefur því verið kastað fram að Vettel gæti hugsanlega farið til Ferrari á næsta ári. Formúla 1 15. október 2012 19:00
Vettel efstur í titilbaráttunni eftir sigur í Kóreu Heimsmeistarinn ungi, Sebastian Vettel, á Red Bull-bíl í Formúlu 1 hafði yfirburði í kóreska kappakstrinum í dag og kom fyrstur í mark og tryggði sér forystu í heimsmeistarabaráttu ökuþóra. Vettel er í kjörstöðu þegar fjögur mót eru óekin. Formúla 1 14. október 2012 09:28
Webber stal ráspól af Vettel í Kóreu Það var Mark Webber á Red Bull-bíl sem ók hraðast um Yeongam brautina í Kóreu í síðustu lotu tímatöku fyrir kappaksturinn þar. Hann stal ráspólnum af liðsfélaga sínum, heimsmeistaranum Sebastian Vettel, sem hafði verði lang fljótastur fyrstu tveimur lotum tímatökunnar. Formúla 1 13. október 2012 06:17
Red Bull-bílarnir fljótastir á æfingum í Kóreu Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull í Formúlu 1 voru lang fljótastir á seinni æfingum keppnisliða fyrir kóreska kappaksturinn sem fram fór í nótt. Þeir óku þremur hundruðustu úr sekúntu hraðar en Fernando Alonso á Ferrari. Formúla 1 12. október 2012 13:10
Alonso segist geta aukið forystuna í Kóreu Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari í Formúlu 1 er sjálfsöruggur og segist eiga góða möguleika á því að vinna heimsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að keppinautar hans saxi jafnt og þétt á forskot hans í stigabaráttunni. Formúla 1 11. október 2012 17:15
Honda gæti snúið aftur í Formúluna Japanski bílaframleiðandinn Honda heldur möguleikanum á endurkomu í Formúlu 1 opnum. Honda hætti í Formúlu 1 í miðju hruninu árið 2008. Ári síðar urðu leifar Honda-liðsins að heimsmeistrum. Formúla 1 11. október 2012 06:00
Lotus kynnir stóra tækniuppfærslu í Kóreu Lotus-liðið ætlar gera harða atlögu að sigri í síðustu mótum ársins og ætlar að kynna stóra tækniuppfærslu í næsta Formúlu 1-kappakstri í Kóreu. Þeir segja möguleika Kimi Raikkönen á betri árangri stóraukast. Formúla 1 9. október 2012 15:45
Button: Grosjean þarf að taka sig á Formúlu 1-ökumenn eru almennt ekki mjög ánægðir með framgöngu frakkans Romain Grosjean í Lotus-bíl sínum í sumar. Mark Webber sagði hann klikkaðan eftir japanska kappaksturinn og nú biður hinn kurteisi og hlédrægi Jenson Button Grosjean um að taka sig á í eitt skipti fyrir öll. Formúla 1 8. október 2012 23:00
Loeb tryggði sér titilinn í níunda sinn Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Formúla 1 7. október 2012 22:30
Webber segir Grosjean vera sturlaðan Mark Webber hjá Red Bull var ekki ánægður með Romain Grosjean eftir kappaksturinn í Japan í morgun. Grosjean hélt uppteknum hætti og ók á keppinauta sína strax eftir ræsingu. Í þetta sinn varð Webber að þjást. Formúla 1 7. október 2012 17:15
Alonso: Fimm heimsmeistarakeppnir eftir Fernando Alonso á Ferrari-bíl féll úr leik í fyrstu beygju í Japan í morgun. Hann telur hvert mót sem eftir vera einskonar heimsmeistarakeppni því nú hefur hann aðeins fjögurra stiga forystu. Formúla 1 7. október 2012 08:32
Vettel vann japanska kappaksturinn en Alonso féll úr leik Sebastian Vettel stýrði Red Bull-bíl sínum örugglega í mark í japanska kappakstrinum á Suzuka-brautinni. Vettel ræsti af ráspól og var í forystu allan tímann. Vettel er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Formúla 1 7. október 2012 07:55
Red Bull með yfirburði í tímatökunum fyrir japanska kappaksturinn Heimsmeistarinn Sebastian Vettel mun ræsa japanska kappaksturinn á morgun á ráspól á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel hafði ótrúlega yfirburði í tímatökunum og ók 0,2 sekúntum hraðar en liðsfélagi sinn og 0,4 sekúntum hraðar en Jenson Button. Formúla 1 6. október 2012 06:41
Leob efstur í lok fyrsta dags í Frakklandi Franski rallökuþórinn Sebastian Leob á Citroen-bíl er efstu að loknum fyrsta degi heimsmeistararallsins í Frakklandi sem fram fer um helgina. Fjórar sérleiðir voru eknar í dag en Leob getur tryggt sér níunda heimsmeistaratitilinn í röð með sigri í franska rallinu. Formúla 1 5. október 2012 19:30
Bitur Barrichello: Reynsluleysi skaðar Williams Rubens Barrichello, fyrrum ökuþór Williams, Ferrari og Honda í Formúlu 1, er enn bitur yfir því að hafa ekki fengið samning sinn við Williams-liðið framlengdan síðasta vetur. Formúla 1 5. október 2012 15:15
Button og Webber fljótastir á æfingum fyrir kappaksturinn í Japan Jenson Button og Mark Webber deildu með sér fyrsta sætinu í æfingunum tveimur fyrir japanska kappaksturinn um helgina. Lewis Hamilton er sannfærður um að Red Bull-liðið verði þeirra helsti keppinautur. Formúla 1 5. október 2012 09:00
Schumacher leggur stýrið á hilluna Ökuþórinn Michael Schumacher hefur tilkynnt að hann muni leggja stýrið á hilluna í enda tímabilsins. Það verður í annað sinn sem Schumi hættir og að þessu sinni er ákvörðunin endanleg. Formúla 1 4. október 2012 09:30
Suzuka hefur framkallað stórkostleg mót Formúla 1-sirkusinn keppir næst á Suzuka-brautinni í Japan um komandi helgi. Brautin er talin vera ein sú erfiðasta fyrir ökumenn í Formúlu 1 og hefur kappaksturinn þar af leiðandi framkallað mörg undraverð og dramatísk augnablik í sögu Formúlunnar. Formúla 1 3. október 2012 17:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti