Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Mjaldrarnir rólegir eftir smá stress í byrjun

Þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur í dag, segir Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður Cargolux. Brynjar fékk það sérstaka verkefni að fljúga flugvél Cargolux frá Shanghai til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Færeyingar kaupa tvær nýjar Airbus-þotur

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur samið um kaup á tveimur nýjum þotum af gerðinni Airbus A320neo. Fyrir færeyskt efnahagslíf eru þessir samningar álíka stórir og kaup Icelandair á Boeing 737 MAX-vélunum árið 2012.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Berjast við mikla kjarrelda við Arlanda-flugvöll

Slökkvilið í Stokkhólmi berst nú við mikla kjarrelda í grennd við Arlanda alþjóðaflugvöllinn, helsta flugvöll Svíþjóðar. Talið er að eldar logi á um fimm hektara svæði en eldarnir hafa ekki haft teljandi áhrif á starfsemi á flugvellinum.

Erlent
Fréttamynd

Önnur Catalina lenti óvænt í Reykjavík

Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið.

Innlent
Fréttamynd

BHM endurgreiðir ekki ónotuð gjafabréf

Orlofssjóður Bandalags háskólamanna mun ekki endurgreiða ónotuð gjafabréf hjá WOW air sem sjóðfélagar keyptu í gegnum sjóðinn. Þurfa þeir sem eiga slíkt að gera kröfu í þrotabúið. VR og SFR bjóða upp á endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegur feill ríkisstjórnarinnar að láta WOW falla

Helgi Magnússon mun vera einn reyndasti athafnamaður landsins. Fyrst vann hann með ýmsum landsþekktum fyrirtækjum sem endurskoðandi, síðan rak hann allmörg fyrirtæki – svo sem Hörpu – upp á eigin spýtur, og loks varð hann formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sat í bankaráðum og stjórnum ýmissa stórfyrirtækja.

Skoðun