Hætta á að Keflavíkurflugvöllur nái sér ekki á strik fyrr en 2021 Andri Eysteinsson skrifar 1. apríl 2020 20:33 Frá þöglum sölum Keflavíkurflugvallar í dag. Vísir/Egill A Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Flugumferð í dag var með minnsta móti en öllu flugi sem átti að fara frá landinu í dag var frestað. Eingöngu tvær flugvélar lentu hér á landi í dag, öðru flugi var aflýst og ein flugvél er væntanleg seint í kvöld. Þar af leiðir að öll starfsemi á vellinum var í lágmarki í dag og ekkert var um að vera í byggingunni sem er alla jafnan er iðandi af lífi. Séu gögn frá Ferðamálastofu skoðuð sést að flugumferð hefur dregist verulega saman eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Tölurnar sýna brottfarir frá Íslandi og eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur breitt úr sér hefur farþegunum um Keflavíkurflugvöll fækkað hratt. Í stað þess að vera talinn í hundruðum og þúsundum eru farþegarnir nú taldir í tugum. Dæmi er um að aðeins tveir farþegar hafi verið um borð í vél sem lenti hér á síðustu dögum. Keflavík, flug, flugvöllur, samgöngurFoto: HÞ Stærsti hluti starfsmanna flugvallarins býr í Reykjanesbæ en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ótrúlega sérstakt að koma hérna inn í þetta hús sem iðar venjulega af lífi. Ég hef nú oft komið hingað í gegnum tíðina og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf óþægileg tilfinning,“ sagði Kjartan. „Það er allt lokað, ég sá einn öryggisvörð á gangi hér áðan en ég hef engan annan séð, það eru engir bílar hér fyrir utan. Þetta er með ólíkindum.“ Kjartan óttast að það taki langan tíma fyrir umferðina um Keflavíkurflugvöll að aukast á ný. „Við óttumst það [að ástandið vari lengi] en við vonum að þessi ljúki sem allra allra fyrst. Það er alveg viðbúið að þetta teygi sig eitthvað inn á sumarið og kannski haust. Þá hefur árstíðabundin flugumferð verið farin að minnka þannig að ef við missum sumartraffíkina alveg þá er því miður hætta á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Fréttir af flugi Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti vinnustaður landsins en í kringum 9000 manns vinna á flugvellinum eða í störfum tengdum honum. Flugumferð í dag var með minnsta móti en öllu flugi sem átti að fara frá landinu í dag var frestað. Eingöngu tvær flugvélar lentu hér á landi í dag, öðru flugi var aflýst og ein flugvél er væntanleg seint í kvöld. Þar af leiðir að öll starfsemi á vellinum var í lágmarki í dag og ekkert var um að vera í byggingunni sem er alla jafnan er iðandi af lífi. Séu gögn frá Ferðamálastofu skoðuð sést að flugumferð hefur dregist verulega saman eftir því sem liðið hefur á mánuðinn. Tölurnar sýna brottfarir frá Íslandi og eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur breitt úr sér hefur farþegunum um Keflavíkurflugvöll fækkað hratt. Í stað þess að vera talinn í hundruðum og þúsundum eru farþegarnir nú taldir í tugum. Dæmi er um að aðeins tveir farþegar hafi verið um borð í vél sem lenti hér á síðustu dögum. Keflavík, flug, flugvöllur, samgöngurFoto: HÞ Stærsti hluti starfsmanna flugvallarins býr í Reykjanesbæ en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er ótrúlega sérstakt að koma hérna inn í þetta hús sem iðar venjulega af lífi. Ég hef nú oft komið hingað í gegnum tíðina og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf óþægileg tilfinning,“ sagði Kjartan. „Það er allt lokað, ég sá einn öryggisvörð á gangi hér áðan en ég hef engan annan séð, það eru engir bílar hér fyrir utan. Þetta er með ólíkindum.“ Kjartan óttast að það taki langan tíma fyrir umferðina um Keflavíkurflugvöll að aukast á ný. „Við óttumst það [að ástandið vari lengi] en við vonum að þessi ljúki sem allra allra fyrst. Það er alveg viðbúið að þetta teygi sig eitthvað inn á sumarið og kannski haust. Þá hefur árstíðabundin flugumferð verið farin að minnka þannig að ef við missum sumartraffíkina alveg þá er því miður hætta á að flugvöllurinn nái sér ekki aftur á strik fyrr en 2021“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira