Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Þristurinn yfir hafið í fyrsta sinn í þrettán ár

Þristavinafélagið stefnir á að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni til Nor­mandí næsta sumar til þess að minnast innrásarinnar í Normandí. Vélin er orðin 75 ára gömul en þrettán ár eru liðin frá því að henni var síðast flogið yfir hafið.

Innlent
Fréttamynd

Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum

Mikil vinna lögð í að minnka líkur á árekstrum dýra við flugvélar. Árekstrar við fugla voru 36 í fyrra á flugvallarsvæðum Isavia. Hreindýr, tófur og kanínur hafa ratað inn á flugvallarsvæðin. Beita meðal annars sírenum og púðurskotum.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppnin yfir hafið gæti minnkað

Möguleg yfirtaka móðurfélags British Airways á lággjaldaflugfélaginu Norwegian gæti dregið úr samkeppni í flugi yfir Atlantshafið og leitt til hærri fargjalda. Fjárfestar og greinendur vænta þess að afkoma Icelandair batni ef Norwegian verður hluti af stærri samstæðu. Greinandi í hagfræðideild Landsbankans segir evrópsk flugfélög of mörg. Búast megi við sameiningum og yfirtökum á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja aðra flugvelli en í Keflavík vera vanrækta

Vinna þarf að markvissari stýringu á dreifingu ferðmanna til að verja náttúruna, bæta upplifun gesta og heimamanna og skapa atvinnugreininni skýrari ramma. Fjölgun flugferða um aðra flugvelli en Keflavík er mikilvæg að mati þingmanna.

Innlent
Fréttamynd

Maurar skriðu út úr farangurshólfinu

Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni.

Innlent
Fréttamynd

Rússi fær ekki að stíga um borð í NATO-skip

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir alþjóðlega rannsókn við Ísland eiga að varpa ljósi á þann hluta hafstrauma sem enn séu ekki kortlagðir og því veikur hlekkur í hugmyndum vísindamanna um hringrás sjávar í Norður-Atlantshafi.

Innlent
Fréttamynd

Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér

Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum.

Innlent
Fréttamynd

Flugvélar að æra þau Ævar og Guðrúnu

Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson á Nönnugötu segja flugumferð keyra um þverbak í miðbænum. Heilbrigðiseftirlitið vitnar til Isavia um að flugumferð hafi minnkað. Umhverfisráð Reykjavíkur minnir á samkomulag um nýjan stað fyrir einka- og kennsluflug.

Innlent