Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég trúi þessu varla“

Nýjasta hlaupastjarna Íslands hefur bætt sig gríðarlega á örstuttum tíma. Eftir að hafa slegið Íslandsmet um helgina, stefnir hún enn hærra.

Sport
Fréttamynd

Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons

Erna Sóley Gunnarsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Irma Gunnarsdóttir komust allar á verðlaunapall í dag á Norðurlandameistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.

Sport
Fréttamynd

Bald­vin stór­bætti eigið Ís­lands­met og tryggði sig inn á EM

Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss um rúmar fimm sekúndur. Hann hafði betur gegn Norðmanninum Filip Ingebrigtsen og stóð uppi sem sigurvegari á Norðurlandameistaramótinu. Í leiðinni tryggði Baldvin sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Enn eitt Ís­lands­met Bald­vins Þórs

Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon heldur áfram að bæta Íslandsmetum í safnið og bæta eigin met en hann bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi innanhúss í dag um rúmar tvær sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Vill að stjórn FH fari frá

Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Gullverðlaunahafi á ÓL ætlar í NFL deildina

Það eru ekki nema rétt rúmir fjórir mánuðir síðan Roje Stona frá Jamaíka tryggði sér gullverðlaun í kringlukasti á Ólympíuleikunum í París og hann er þegar kominn með nýtt markmið.

Sport
Fréttamynd

Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met

Hinn sextán ára Gout Gout heldur áfram að vekja athygli fyrir ótrúleg tilþrif á hlaupabrautinni. Nú hefur hann slegið met sem hafði staðið síðan 1968.

Sport