

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.
Skemmtilega myndlýst bók fyrir unga krakka með áhugaverðum boðskap sem ætti að vekja umræður.
Lífleg tónlist flutt af aðdáunarverðri fagmennsku.
Sveitasaga sem byggir á gamalli hefð. Bestu kaflarnir eru þeir sem lýsa lífsbaráttu fólks af samúð og skilningi en hæðnin lætur höfundi ekki jafn vel.
Afar vel heppnuð og spennandi bók sem varpar ljósi á fáránleika stríðs og hvernig það getur haft áhrif á hugsunarhátt stríðshrjáðra þjóða.
Fremur langdregin bók en ágætlega fléttaður krimmi sem lofar góðu um framhaldið.
Fallegur flutningur á verkum eftir tónskáld sem aldrei hefði átt að gleymast.
Erfið tónlist sem hefði mátt gera meira aðlaðandi með annarri uppröðun. Söngurinn er misjafn, en hljóðfæraleikurinn góður.
Sérstaklega vönduð barnabók sem alvörubókaunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Frumlegur söguþráður, ljóðrænn texti og fallegar myndir. Hönnunin til fyrirmyndar.
Einstaklega vönduð útgáfa með hugvíkkandi tónlist.
Guðni – Léttur í lund er bráðfyndin, einlæg og oft kostuleg lýsing á Guðna sjálfum, samferðamönnum hans og horfnum tímum í íslenskri pólitík.
Sterk, hrottaleg, fögur og einstaklega vel stíluð skáldsaga sem allir ættu að lesa.
Stórbrotið listaverk sem veitir innsýn í heim sem fáir þekkja núorðið.
Vönduð og merk ævisaga sem líður þó fyrir endurtekningar í stóru og smáu.
Ágætlega fléttuð spennusaga með dassi af óhugnaði en tilþrifalítill textinn dregur lestraránægjuna niður.
Ættjarðarlögin eru hér í einkar vönduðum og notalegum búningi.
Sálumessa Mozarts var stórbrotin og glæsileg.
Áhrifarík ættarsaga af örlögum kvenna, en karlarnir skyggja enn þá á þær, í skáldsögunni eins og í sögunni sjálfri.
Áhugaverð upprifjun á ferli Jóns Páls Sigmarssonar en bókin ristir ekki djúpt. Endurtekningasöm og allt of stutt.
Frumleiki bókarinnar felst í einfaldleika hennar. Valur tekur sig mátulega alvarlega í bókalandslagi þar sem allir eru snillingar.
Fagmannlega unnin tónlist, en vantar oft sjarma.
Tónleikar Schola cantorum voru áhrifamikil byrjun á aðventunni.
Hress og spennandi unglingabók, vel skapaðar persónur og söguþráður sem hefði þó vel mátt við fleiri blaðsíðum.
Oftast glæsileg spilamennska, sérstaklega Schubert, en upptakan mætti vera betri.
Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs.
Vel skrifaður og spunninn sálfræðitryllir sem líður þó stundum fyrir endurtekningar og nákvæma útmálun á þráhyggju annarrar aðalpersónunnar.
Skáldsaga sem skrifuð er af töluverðri íþrótt en verður endurtekningasöm og dauf þegar á líður.
Fantavel skrifuð og áhugaverð saga hjóna sem hlutu grimm örlög. Magnaðri lesning en flestar skáldsögur.
Vel heppnuð og einföld saga fyrir börn og myndskreytingarnar líflegar og í takt við söguna. Sagan er hlýleg og bráðfyndin og lætur staðalímyndir lönd og leið.
Leiðinlegur einleikari en frábær hljómsveitarstjóri.
Leiftrandi skemmtilegt ævintýri á tveimur tímaplönum með skýrum skilaboðum sem þó verða aldrei að predikun.