

Gagnrýni
Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Dúfurnar í Borgarleikhúsinu: fjórar stjörnur
Það er víst óhætt að segja að leikgleðin hafi ráðið ríkjum á Nýja sviði Borgarleikhússins á laugardagskvöldið. Elísabet Brekkan fór í leikhúsið.

Clash of the Titans: tvær stjörnur
Efniviðurinn er skotheldur en myndin rambar því miður lengst af á barmi leiðinda. Samt er engu til sparað og því má segja að um stórmynd sé að ræða en voðalega er illa farið með peninginn, segir Þórarinn Þórarinsson.

Jón Gnarr í Landnámssetri: þrjár stjörnur
Samverustund með Jóni Gnarr á háalofti Landnámsseturssins var ánægjuleg að mati Elísabetar Brekkan.

The Men Who Stare at Goats: þrjár stjörnur
Gríðarlega sterkur og góður leikarahópur fer á kostum í látlausri og ósköp gáfulegri gamanmynd um hippalega tilraun til að friðvæða Bandaríkjaher sem endar í uppgjöri í miðju Íraksstríðinu.

Kóngavegur: fjórar stjörnur
Bráðfyndin og ákaflega vel leikin tragikómedía um ólánsfólk úr ýmsum áttum sem glímir við sjálft sig og tilveruna við kostulegar aðstæður á Kóngavegi.

Daybreakers: ein stjarna
Máttlaus blóðsugumynd sem nær hvorki upp almennilegri spennu né hrolli en tekst ágætlega að svipta vampírurnar öllum sínum sjarma sem hefur tryggt þeim endalausar vinsældir í bíó og bókum.

Gauragangur: fjórar stjörnur
Löng en ekki langdregin, dúndursýning en tímalaus. Ætti að falla unglingum í geð á hvaða aldri sem er.

The Lovely Bones: tvær stjörnur
Áhrifamikil og sorgleg skáldsaga er kaffærð í tölvugrafík og klisjulegu myndmáli.

Green Zone: þrjár stjörnur
Spennandi, stílfærð og nokkuð raunsæ stríðsmynd með ádeiluívafi. Handbragð Greengrass úr Bourne-myndunum er kunnuglegt.

Shutter Island: fjórar stjörnur
Scorsese er klárasti leikstjóri í heimi og sýnir hér eiginlega allar sínar bestu hliðar en sagan er því miður veikasti hlekkur Shutter Island þannig að í lokin er boðið upp á hálf vandræðalega lausn á annars frábærri mynd.

Hænuungarnir: fimm stjörnur
Hænuungarnir eftir Braga Ólafsson.

Ufsagrýlur: þrjár stjörnur
Mikið er lagt í þessa margbreytilegu sýningu sem er byggð upp af atriðum sem í byrjun virðast algerlega laustengd en límast saman þegar á líður.

Um ástina og ómælisvíddir himingeimsins
Hátindar er safnplata með Kópavogstrúbadornum Ingólfi Sigurðssyni sem kallar sig Insol.

Endalaus hjá ÍD: fimm stjörnur
Unun er að horfa á sýningu Íslenska dansflokksins, Endalaus.

Gerpla: tvær stjörnur
Gott frumkvæði hjá Þjóðleikhúsinu að láta vinna leikverk úr einu af öndvegisritum íslenskra bókmennta.

Algjör Sveppi: fimm stjörnur
Elísabet Brekkan gaf Sveppa og félögum fullt hús

Góðir Íslendingar: fjórar stjörnur
Ein hressilegasta og hollasta sýning sem sést hefur lengi.

Faust: fjórar stjörnur
Vesturportshópurinn skemmtir áhorfendum með loftfimleikum en hefði mátt vinna meira úr þessu klassíska verki til umhugsunar og lærdóms.

Ferill Errós skráður
Mikilvægt yfirlit um stærsta nafnið í íslenskri myndlist á vorum tímum

Fullt hús á Mugiboogie
Þá er hún loks komin platan sem á að fylgja eftir einni af dáðustu plötum síðustu ára í íslenskri tónlist, Mugimama Is This Monkey Music? sem toppaði árslista flestra tónlistaráhugamanna árið 2004. Mugison hefur ekki setið auðum höndum á þessum þremur árum sem eru liðin fá útkomu Mugimama. Hann hefur spilað töluvert í útlöndum til að fylgja erlendum útgáfum hennar eftir og hann er búinn að gera tónlist við tvær kvikmyndir; A Little Trip to Heaven og Mýrina. Svo hefur hann unnið að nýju plötunni sem er hér til umfjöllunar, Mugiboogie.

Go Go Smear The Poison Ivy - múm
Múm fer á nýjar slóðir með nýrri mannaskipan á Go Go Smear The Poison Ivy. Margslungin og metnaðarfull plata með áhrifum víða að.

Ekvilíbríum - Valgeir Sigurðsson
Þessi fyrsta sólóplata upptökustjórans Valgeirs Sigurðssonar stendur undir þeim miklu væntingum sem gerðar eru til hennar. Róleg og seiðandi lög og frábær hljómur.

Magni - Magni: Tvær stjörnur
Það verður að segjast eins og er að þessi fyrsta sólóplata Magna veldur vonbrigðum. Orðið sem kemur upp í hugann þegar maður hlustar á hana er meðalmennska. Lagasmíðarnar og textarnir eru klisjukenndir og það sama á við um hljóminn og útsetningarnar.

Transformers - þrjár stjörnur
Aðdáendur Transformers hafa beðið spenntir eftir því að sjá hvaða höndum Hollywood myndi fara um þessar ágætu teiknimynda- og leikfangahetjur níunda áratugarins. Vitað var að það yrði erfitt fyrir tölvubrellukarlana að endurskapa geimveruvélmennin á trúverðugan hátt fyrir hvíta tjaldið.

Mínus - The Great Northern Whalekill: Fjórar stjörnur
Þó að The Great Northern Whalekill jafnist ekki á við meistaraverkið Halldór Laxness er þetta rokkplata yfir meðallagi sem ætti að falla í kramið hjá Mínus-aðdáendum.

Leiðinda öryggi
Slöpp tilraun til þess að búa til kántrí fyrir indí-krakka. Oftast óáhugaverð og leiðinleg til lengdar.

Lagasmiður í ham
There Is Only One er tólfta plata Sverris Stormsker á rúmlega tuttugu ára ferli. Hún var tekin upp í Taílandi og hefur að geyma tólf lög og texta á ensku eftir Sverri sjálfan, en auk hans syngja á plötunni þau Myra Quirante og Gregory Carroll.

Björk: Volta - fjórar störnur
Ekki þarf margar hlustanir á nýju plötu Bjarkar til þess að átta sig á að markmið plötunnar er greinilega allt annað en hefur verið á tveim til þremur síðustu plötum þessarar merku tónlistarkonu. Vespertine og Medúlla voru týpískar þemaplötur þar sem unnið var með ákveðna hugmynd frá upphafi til enda.

Eulogy for Evolution - Þrjár stjörnur
Mínímalískt tónverk sem hefur að geyma mörg furðu heillandi stef. Vantar þó á nokkrum stöðum almennilegan punkt yfir i-ið.

Breyttar áherslur
Plata sem á nokkra eftirminnilega spretti en þegar á heildina er litið siglir hún einum of lygnan sjó þrátt fyrir tilraunir til annars.