Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Óttast jarðsprengjur á golfvellinum

Japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa er nú hundeltur af öryggisvörðum eftir að dagblaði barst sprengjuhótun fyrir Casio mótið í golfi sem fram fer í Japan.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur komst ekki áfram

Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á meistaramótinu í Ástralíu. Hann lék annan hringinn á mótinu á 73 höggum eða einu höggi yfir pari og var því samtals á fjórum höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur á tveimur yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG náði aðeins að ljúka við 15 holur á fyrsta hringnum á meistaramótinu í Ástralíu í nótt. Fresta þurfti keppni um nokkra tíma vegna þrumuveðurs og því náðu Birgir og nokkrir aðrir kylfingar ekki að klára hringinn.

Golf
Fréttamynd

Ballesteros af gjörgæslu

Seve Ballesteros hefur verið tekinn af gjörgæsludeild sjúkrahússins í Madríd þar sem hann hefur verið í meðhöndlun síðan 14. október vegna heilaæxlis.

Golf
Fréttamynd

Singh sigraði í Singapore

Indverjinn Jeev Milka Singh sló við þeim Padraig Harrington og Ernie Els þegar hann lék lokahringinn á opna Singaporemótinu á 69 höggum og tryggði sér sigur.

Golf
Fréttamynd

Ballesteros á hægum batavegi

Spænska golfgoðsögnin Seve Ballesteros er nú á hægum batavegi að sögn talsmanns sjúkrahússins sem hann dvelur á í Madrid.

Golf
Fréttamynd

Garcia í annað sæti heimslistans

Spánverjinn Sergio Garcia er kominn í annað sæti heimslistans í golfi. Garcia vann HSBC mótið í Shanghai í morgun þegar hann bar sigurorð af Englendingnum Oliver Wilsen í bráðabana.

Golf
Fréttamynd

Aðgerðin heppnaðist vel

Seve Ballesteros gekkst undir þriðju aðgerðina vegna heilaæxlis á skömmum tíma í dag og heppnaðist hún vel að sögn lækna.

Golf
Fréttamynd

Kylfusveinninn Tiger Woods

Tiger Woods snéri aftur á golfvöllinn í gær en sem kylfusveinn. Tiger er að jafna sig eftir krossbandslit en hann var kylfusveinn fyrir hinn 59 ára gamla John Abel á Torrey Pines vellinum.

Golf
Fréttamynd

Ballesteros fór í tólf tíma aðgerð

Golfgoðsögnin Seve Ballesteros hefur gengist undir 12 tíma langa aðgerð vegna heilaæxlis og er ástand hans stöðugt. Aðgerðin var framkvæmd í Madrid og í blaðinu Marca kemur fram að hann hafi náð meðvitund.

Golf
Fréttamynd

Ballesteros með heilaæxli

Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur greinst með heilaæxli eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í Madríd á mánudaginn.

Golf
Fréttamynd

Azinger ver Nick Faldo

Paul Azinger hefur komið til varnar Nick Faldo eftir að Bandaríkin unnu Evrópu í Ryder-bikarnum um helgina. Faldo var fyrirliði Evrópu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir ákvarðanatöku sína á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Azinger: Stuðningur áhorfenda lykilatriði

Paul Azinger, fyrirliði bandaríska liðsins í Ryder-keppninni, sagði að það hefði verið stuðningur áhorfenda í Kentucky-fylki sem gerði gæfumuninn í sigri sinna manna á Evrópuliðinu um helgina.

Golf
Fréttamynd

Bandaríkjamenn unnu Ryder-bikarinn

Bandaríkjamenn tryggðu sér í kvöld sigur í Ryder bikarnum í golfi í fyrsta skipti á öldinni. Úrslitin réðust þegar fjórir leikir voru eftir af einstaklingskeppninni í kvöld.

Golf
Fréttamynd

Evrópska liðið saxar á forskotið

Evrópa saxaði á forskot Bandaríkjanna á öðrum degi Ryder bikarsins í golfi og munar nú aðeins tveimur vinningum á liðunum fyrir lokadaginn.

Golf
Fréttamynd

Bandaríkin juku forskot sitt

Bandaríska sveitin er með 3 vinninga forskot eftir fyrsta keppnisdaginn í Ryder-keppninni í golfi sem fer fram á Valhalla-vellinum í Kentucky í Bandaríkjunum.

Golf
Fréttamynd

Sigmundur kominn áfram á næsta stig

Sigmundur Einar Másson er kominn áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar fyrir PGA-mótaröðina í golfi er hann hafnaði í 30. sæti á móti í Georgíu-fylki í dag.

Golf
Fréttamynd

Bandaríkin með 3-1 forystu

Keppni í fjórmenningi er lokið í Ryder-keppninni í golfi og standa Bandaríkjamenn betur að vígi, með þrjá vinninga gegn einum.

Golf
Fréttamynd

Draumurinn úti hjá Heiðari og Sigurpáli

Heiðar Davíð Bragason úr GR og Sigurpáll Geir Sveinsson úr GKj komast ekki áfram á 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina þetta árið. Frá þessu er greint á vefsíðunni kylfingur.is.

Golf
Fréttamynd

Tvöfaldur sigur hjá Keili

Hlynur Geir Hjartarson og Ásta Birna Magnúsdóttir, bæði úr Keili, urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli.

Golf
Fréttamynd

Efstu keppendur enn með

Íslandsmótið í holukeppni hófst á Korpúlfsstaðavelli í gær en fresta varð keppni á föstudaginn vegna veðurs.

Golf
Fréttamynd

Móðir Ragnheiðar fór holu í höggi í Peking

Sigríður Anna Guðjónsdóttir úr GO, móðir Ragnheiðar Ragnarsdóttur sundkonu sem keppti á Ólympíuleikunum, skellti sér í golf í Peking í gær. Hún gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi.

Golf