Ólöf María í 42 - 46 sæti Ólöf María Jónsdóttir er í 42. til 46.sæti á opna Evrópska meistaramótinu í Ungverjalandi en mótið er hluti af Evrópsku mótaröðinni. Ólöf María lék þrjá yfir pari, á 74 höggum í dag á fyrsta keppnisdegi mótsins. Sport 14. júlí 2005 00:01
Opna breska meistaramótið hafið 134. Opna meistaramótið í golfi, eða Opna breska meistaramótið eins og það er oftast kallað hófst á hinum sögufræga St.Andrews velli í Skotlandi í morgun en þetta er þriðja risamót ársins. Sport 14. júlí 2005 00:01
Birgir Leifur í 32. sæti Birgir Leifur Hafþórsson er í 32.sæti þegar öðrum degi er lokið á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. 153 keppendur hófu keppni. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi. Sport 14. júlí 2005 00:01
Tiger með forystu Tiger Woods er kominn með tveggja högga forystu á fyrsta degi opna breska meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum. Retief Goosen, frá Suður Afríku er efstur þeirra sem lokið hefur leik í dag á 4 höggum undir pari. Keppni hófs í morgun og stendur í til sunnudags Sport 14. júlí 2005 00:01
Hensby á hælum Tiger Ástralinn Mark Hensby var senuþjófurinn í lok fyrsta dags á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann læddi sér í 2. sætið og er á 5 höggum undir pari, einu á eftir Tiger Woods. Hann hóf keppni með þeim síðustu og er nú nýkominn af braut eftir að ljúka 18. holu. Sport 14. júlí 2005 00:01
Ólöf á tveimur yfir pari Ólöf María Jónsdóttir endaði á tveimur höggum yfir pari í dag á fyrsta hring sínum á Opna ungverska mótinu í golfi og er sem stendur í 58.-75. sæti. Mótið sem hófst í dag fer fram á Old Lake Golf Country Club vellinum í Ungverjalandi og er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Sport 14. júlí 2005 00:01
Tiger með tveggja högga forystu Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews. Tiger, sem hefur lokið leik í dag, er á sex höggum undir pari en fjórir kylfingar koma svo næstir á fjórum höggum undir pari. Sport 14. júlí 2005 00:01
Birgir Leifur í 28 - 41 sæti Birgir Leifur Hafþórsson er í 28. til 41.sæti á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi. Sport 14. júlí 2005 00:01
Harrington ekki með á Opna breska Írski kylfingurinn Padraig Harrington tekur ekki þátt í opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer nú um helgina á St.Andrews vellinum. Faðir Harringtons lést í gær úr krabbameini og sagði talsmaður hans í samtali við fjölmiðla að Harrington vilji nota helgina til að vera með sinni nánustu fjölskyldu. Sport 12. júlí 2005 00:01
O´Hair sigraði í Illinois Bandaríkjamaðurinn Sean O´Hair sigraði á John Deere mótinu í golfi í Silvis í Illinois um helgina. O´Hair, sem er nýliði í PGA-mótaröðinni, lék á 16 undir pari en jafnir í öðru sæti urðu Bandaríkjamennirnir Hank Kuhne og Robert Damron. Sport 11. júlí 2005 00:01
J.L.Lewis er með forskot Bandaríkjamaðurinn J.L.Lewis er með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn á John Deere mótinu í Bandarísku mótaröðinni í golfi. Lewis er 15 undir pari eftir 54 holur. Þrír kylfingar eru í öðru sæti. Hank Kuehne, Richard Johnson og Craig Bowden. Sport 10. júlí 2005 00:01
Birgir Leifur í fimmta sæti Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði í dag frábærum árangri á Open Des Volcans mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann náði fimmta sæti ásamt fjórum öðrum kylfingum. Hann lék í dag á 69 höggum og var samtals á sjö undir pari lék holurnar 72 á 277 höggum. Sport 10. júlí 2005 00:01
Lokahringur á evrópsku mótaröðinni Lokahringurinn á skoska meistaramótinu á Loch Lomond vellinum í Evrópsku mótaröðinni í golfi er nýhafinn. Tim Clark frá Suður-Afríku og Hollendingurinn Martin Lafeber eru með forystuna á 15 undir pari. Sport 10. júlí 2005 00:01
Birgir Leifur áfram Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er nýbyrjaður að leika lokahring sinn á Open Des Volcans mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann var á fimm höggum undir pari samtals eftir 54 holur í gær og var í 6. til 9.sæti. Sport 10. júlí 2005 00:01
Birgir Leifur í 14 - 22 sæti Birgir Leifur Hafþórsson er nú í 14. til 22.sæti á Open Des Volcans mótinu í Áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Birgir Leifur er á pari eftir fyrri níu holurnar holur í dag á þriðja keppnisdegi. Hann er búinn að fá þrjá fugla, þrjá skolla og þrjú pör par á holunum níu. Hann er samtals á þremur undir pari, fimm höggum á eftir efstu mönnum Frakkanum, Nicolas Joakimides, og Andrew Butterfield, Englandi.</font /> Sport 9. júlí 2005 00:01
Skoska meistaramótið í golfi Mikil spenna er á skoska meistaramótinu í golfi á Loch Lomond vellinum í Evrópsku mótaröðinni en þriðji keppnisdagur er nýhafinn. Hollendingurinn Martin Lafeber er efstur á 12 undir pari, Argentínumaðurinn Angel Cabrera er annar höggi á eftir. Darren Clarke er þriðji á tíu höggum undir pari ásamt Alistair Forsyth og Jonathan Lomas. Sport 9. júlí 2005 00:01
Birgir Leifur í 6. - 9. sæti Birgir Leifur Hafþórsson lék mjög vel í dag og er í 6. til 9.sæti á Open Des Volcans mótinu í Áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Birgir Leifur lék á 69 höggum, á tveimur undir pari á þriðja keppnisdegi. Hann fékk sex fugla, átta pör og fjóra skolla á holunum átján. Hann er samtals á fimm undir pari eftir 54 holur,sex höggum höggum á eftir efsta manni mótsins Frakkanum, Nicolas Joakimides. Mótinu í Frakklandi lýkur á morgun Sport 9. júlí 2005 00:01
Ólöf María úr leik Ólöf María Jónsdóttir er úr leik á enska meistaramótinu í golfi í Evrópsku mótaröðinni. Hún lék á 75 höggum í dag og var samtals á átta höggum yfir pari eftir 36 holur og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Sport 9. júlí 2005 00:01
Michelle Wie ekki í gegn Táningsstúlkan stórefnilega Michelle Wie komst ekki í gegnum niðurskurðinn á John Deere mótinu í Bandarísku karlamótaröðinni í golfi. Hún lék í gær á 71 einu höggi á pari vallarsins og var samtals á einu höggi undir pari eftir 36 holur en hana vantaði tvö högg til að komast áfram. Sport 9. júlí 2005 00:01
Ólöf María í 74 - 83 sæti Ólöf María Jónsdóttir eru tveimur höggum undir pari eftir níu holur í dag á öðrum keppnisdegi á opna enska meistaramótinu í Evrópsku mótaröðinni í golfi. Hún er samtals á þremur yfir pari en hún lék á 77 höggum í gær. Hún hefur því bætt stöðu sína frá því í gær er í 74 - 83 sæti. Ólöf María er búinn að fá þrjá fugla, fimm pör og einn skolla á holunum níu á Chart Hills vellinum. Sport 9. júlí 2005 00:01
Wie sjö höggum frá efsta manni Michelle Wie fimmtán ára táningsstúlkan frá Bandaríkjunum keppir a á John Deere mótinu en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Wie fékk boð frá styrktaraðilum mótsins og virðist hafa gríðarlega stóran aðdáendahóp. Sport 8. júlí 2005 00:01
Ragnhildur í 58-65 sæti Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á Bråviken-vellinum í Svíþjóð á sjö höggum yfir pari á fimmtudaginn á fyrsta keppnisdegi Rejmes-mótsins á Telia Tour mótaröðinni í golfi. Ragnhildur lék á 79 höggum og er í 58-65 sæti af alls 105 keppendum. Keppnin heldur áfram á morgun en þá verður skorið niður fyrir lokadaginn sem fram fer á laugardaginn. Sport 8. júlí 2005 00:01
Birgir Leifur með forystu Birgir Leifur Hafþórsson var rétt að ljúka öðrum hring sínum Open des Volcans mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Hann lék á 73 höggum í dag eða á tveimur yfir pari og er sem stendur í ellefta sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á 3 undir pari. Birgir er með forystu eftir fyrsta dag. Nicolas Joakimides frá Frakklandi er efstur 8 höggum undir pari. Sport 8. júlí 2005 00:01
Jim Furyk vann Western mótið Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk sigraði á Western-mótinu í golfi sem lauk í Lemont í Illinois í gærkvöldi. Furyk tókst að verjast áhlaupi Tiger Woods sem varð annar, tveimur höggum á eftir. Sport 4. júlí 2005 00:01
Björn lék á 69 höggum Daninn Thomas Björn er með fjögurra högga forystu á Opna evrópska mótinu í golfi. Björn lék þriðja hringinn í gær á 69 höggum en leikið er á Írlandi á sama velli og næsta Ryder-keppni verður haldin á næsta ári. Sport 3. júlí 2005 00:01
Stefnir í æsispennandi lokahring Það stefnir í æsispennandi lokahring á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Ben Curtis eru efstir og jafnir á tólf höggum undir pari eftir 54 holur. Sport 3. júlí 2005 00:01
Golf: Sigur gegn Finnum Karlalandsliðið í golfi var rétt í þessu að leggja Finna, 3-2, á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum á Englandi. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér 15. sætið á mótinu af tuttugu. Sigmundur Einar Másson, Stefán Már Stefánsson og Heiðar Davíð Bragason unnu leiki sína. Sport 2. júlí 2005 00:01
Leika við Finna um 15. sætið Karlalandsliðið í golfi leikur nú gegn Finnum á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi en leikið er um 15. sætið á mótinu. Rétt fyrir hádegi var búið að leika sex holur. Stefán Már Stefánsson er tveimur holum yfir í sínum leik, Finnarnir eru yfir í tveimur leikjum og jafnt er í tveimur viðureignum. Sport 2. júlí 2005 00:01
Couch hefur óvænt forystu Bandaríkjamaðurinn Chris Couch hefur óvænt forystu á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi en leikið er í Lemont í Illinois. Couch var boðið á mótið eftir tvo sigra á áskorendamótaröðinni. Hann lék á 67 höggum í gær og er samtals á níu höggum undir pari eftir 36 holur. Sport 2. júlí 2005 00:01
Spilað við Svía um 13.-16. sætið Íslenska landsliðið í golfi er núna að spila við Svía um 13.-16. sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Otto Sigurðsson tapaði þremur fyrstu holunum gegn Niclas Lemke. Jafnt var í leik Arnar Ævars Hjartarsonar og Stefáns Más Stefánssonar gegn Alex Noren og Kalle Edberg eftir fyrstu þrjár holurnar. Sport 1. júlí 2005 00:01