

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, var léttur í lund eftir sigur á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag. Ísland vann gríska liðið í annað sinn á fjórum dögum, að þessu sinni með tólf marka mun, 33-21.
Efstu lið Olís-deildar kvenna, Fram og Valur, öttu kappi í kvöld í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal og var um hnífjafnan leik að ræða. Lauk leiknum með naumum tveggja marka sigri heimakvenna í leik sem var hnífjafn allan tímann. Lokatölur 28-26.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska karlalandsliðinu í handbolta unnu sterkan fimm marka sigur er liðið tók á móti því austurríska í undankeppni EM 2026 í dag.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM með öruggum sigri á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag.
Íslenski landsliðshornamaðurinn Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda unnu stórsigur á útivelli í norsku b-deildinni í handbolta í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen.
Snorri Steinn Guðjónsson getur komið íslenska karlalandsliðinu í handbolta inn á Evrópumótið á næsta ári með sigri á Grikkjum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt hvaða leikmenn mæta Grikkjum í Laugardalshöllinni í dag.
Markvörðurinn Ísak Steinsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir karlalandsliðið í handbolta í sigri á Grikkjum í undankeppni EM í vikunni. Næst á dagskrá er frumraun hans í Höllinni.
„Það er alltaf gott að komast heim. Við spiluðum góðan leik en gerðum nokkur mistök sem við getum bætt. Við ætlum að gera það fyrir leikinn á morgun og erum bara vel stemmdir,“ segir Andri Már Rúnarsson, landsliðsmaður í handbolta, fyrir leik Íslands við Grikkland í Laugardalshöll á morgun.
Ef þú ætlaðir að kaupa þér miða á leik Íslands og Grikklands í undankeppni EM í handbolta á morgun þá ertu of seinn eða sein.
„Það er langt síðan ég hef verið hérna þannig að það er gott að vera kominn aftur,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sem er mættur aftur í íslenska handboltalandsliðið og skoraði sex mörk gegn Grikkjum í öruggum sigri á miðvikudaginn.
Valur hefur ráðið Róbert Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmann í handbolta, sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins frá og með næsta tímabili.
Gunnar Magnússon mun taka við sem þjálfari handboltaliðs Hauka öðru sinni í sumar þegar hann lýkur störfum hjá Aftureldingu. Vera má að liðin mætist í úrslitakeppninni áður en að þjálfaraskiptunum verður.
Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu í kvöld í jafntefli á móti Austurríki á útivelli í undankeppni Evrópumótsins í handbolta.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta getur núna formlega tryggt sér farseðilinn á EM með sigri gegn Grikklandi í Laugardalshöll á laugardaginn. Hörð barátta er hins vegar um að fylgja Íslandi upp úr 3. riðli undankeppninnar.
Þjálfaraskipti verða hjá karlaliði Hauka í handbolta eftir tímabilið. Gunnar Magnússon tekur við Hafnarfjarðarliðinu af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni.
„Bara allt, við vorum bara ekki mættar á svæðið í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir þriggja marka tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld.
Botnlið Gróttu sótti stig á Selfoss í kvöld í hörkuleik liðanna í Olís-deild kvenna í handbolta.
Fram vann þriggja marka sigur á Haukum, 26-23, í toppslag í Olís deild kvenna í handbolta. Framkonur hefndu með því fyrir tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum á dögunum.
Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason var heilt yfir ánægður með leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag.
Króatar sóttu tvö stig til Tékklands í kvöld í undankeppni Evrópumótsins i handbolta og eru því eins og Íslendingar með fullt hús í toppsæti síns riðils.
Þýska stórliðið Magdeburg neyðist til þess að færa næsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu úr 8.000 manna höll í aðeins 2.700 manna höll, vegna glæsilegrar skautasirkussýningar.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan níu marka sigur er liðið sótti það gríska heim í undankeppni EM 2026 í dag, 25-34.
Þýska félagið Rhein-Neckar Löwen hefur nú greint opinberlega frá því að félagið hafi samið við hinn 23 ára gamla Hauk Þrastarson um að koma til félagsins í sumar.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, stýrir löskuðu liði sem mætir Grikklandi ytra í undankeppni EM síðar í dag. Töluverð meiðsli herja á íslenska hópinn en Snorri kveðst hafa trú á þeim mönnum sem eru til staðar.
HK-ingurinn Bjarki Freyr Sindrason skoraði stórskemmtilegt mark í bikarúrslitaleik 4. flokks karla í handbolta á Ásvöllum á dögunum.
„Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu.
Gríðarlega mikið er um forföll í íslenska landsliðshópnum sem mætir Grikklandi ytra í dag klukkan 17. HSÍ hefur nú gefið út hvaða sextán leikmenn spila leikinn.