

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Christian Eriksen, ásamt tuttugu og tveimur öðrum dönskum íþróttastjörnum, vann mál gegn veðmálafyrirtækinu Bet365.
Vignir Stefánsson lagði handboltaskóna á hilluna í vor eftir að hafa orðið Evrópubikarmeistari með Val. Í leit að nýjum ævintýrum hefur hann opnað apótek með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur, lyfjafræðingi og fyrrum knattspyrnukonu.
Lærimeyjar Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta mættu heims-og ólympíumeisturum Frakka í annað sinn á þremur dögum í kvöld, og urðu að sætta sig við tap.
Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta leikur með pólsku meisturunum á næsta tímabili. Hann segist hafa viljað komast aftur í umhverfi þar sem unnið er með markmannsþjálfara alla daga.
Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, virðist vera á réttri braut nú þegar styttist í Ólympíuleikana í París. Liðið vann stórsigur á ríkjandi ólympíumeisturum Frakka í kvöld, 34-22.
Þýska stórveldið THW Kiel hefur keypt upp samning þýska landsliðsmarkvarðarins Andreas Wolff við Kielce.
Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í úrvalslið HM í handbolta fyrst íslenskra kvenna á dögunum eftir frábæra frammistöðu með undir tuttugu ára landsliði Íslands sem náði besta árangri íslensks kvennalandsliðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Íslands á mótinu einstakan. Persónuleg frammistaða Elínar, sem er leikmaður Hauka, á HM mun án efa varpa kastljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í atvinnumennsku alveg strax.
Enn þann dag í dag er Guðmundi Guðmundssyni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska landsliðinu í handbolta árið 2016. Hann segir Íslendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma.
Ísak Steinsson, markvörður íslenska U-20 ára landsliðs drengja í handbolta, hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Drammen til næstu þriggja ára.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir verður aðstoðarþjálfari Stjörnunnar á komandi leiktíð í Olís-deild kvenna í handbolta. Frá þessu greindi Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum.
Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. Hann segir að ekki ættu að koma upp hagsmunaárekstrar.
Íslenska handboltakonan Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í liði mótsins á heimsmeistaramóti tuttugu ára landsliða sem lauk í Norður Makedóníu í gær. Íslensku stelpurnar urðu í sjöunda sæti sem er besti árangur Íslands á þessu móti.
Benedikt Gunnari Óskarssyni er greinilega fleira til lista lagt en að spila handbolta. Hann skoraði nefnilega tvö mörk í 4. deildinni í fótbolta í gær.
Stelpurnar í íslenska U-20 ára landsliðinu í handbolta tryggðu sér 7. sætið á HM í Norður-Makedóníu með sigri á Sviss í morgun, 29-26.
Íslensku stelpurnar gáfust ekki upp þótt á móti blési á móti sterku liði Svía á HM í dag en urðu að lokum að sætta sig við tap eftir æsispennandi leik.
Línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson er genginn í raðir Þórs á nýjan leik eftir þriggja ára dvöl hjá Stjörnunni.
Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að setja þurfi miklu meiri fjármuni í allt íþróttastarf hér landi. Forvarnir ættu að spara marga milljarða inni í heilbrigðiskerfinu.
Þrettán Íslendingar fengu að vita hverjir mótherjar sínir verða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta þegar dregið var í dag í Vínarborg. Óhætt er að segja að B-riðill keppninnar sé hálfgerður martraðarriðill.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri laut í lægra haldi gegn Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi í framlengdum leik átta liða úrslitum á HM í kvöld. Stelpurnar okkar sýndu hetjulega baráttu í leiknum.
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri mun mæta Ungverjum í átta líða úrslitum HM sem nú fer fram í Norður-Makedóníu.
Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki, birti mikla eldræðu um HSÍ á Instagram í dag. Óhætt er að segja að hann fari engum silkihönskum um formanninn Guðmund B. Ólafsson í henni.
Íþróttastjóri Kiel staðfestir að félagið hafi rætt við Aron Pálmarsson um möguleikann á að snúa aftur á fornar slóðir.
Formaður HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, segir umræðuna, sem spratt upp í kringum samstarfssamninga sambandsins við fyrirtækin umdeildu, Arnarlax og Rapyd, hálf broslega og skakka. Fyrirtækin séu stoltir samstarfsaðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á samfélagsmiðlum um samstarfið „vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um.“
U20 ára landslið Íslands tryggði sér nú rétt í þessu sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts 20 ára landsliða kvenna í handbolta með öruggum 35-27 sigri á Svartfjallalandi.
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í handbolta, gagnrýnir ríkisstjórn Íslands í pistli á Facebook fyrir dræman stuðning við afreksíþróttir en upphæðin sem fer í íþrótta- og æskulýðsmál hefur lækkað ár frá ári.
Íslenska U20 landsliðið í handbolta kláraði sinn undanriðil á HM með glans í dag þegar liðið vann yfirburða sigur á Bandaríkjunum, 36-20.
Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í.
Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir hefur gert tveggja ára samning við Hauka. Hún gengur í raðir félagsins frá Íslandsmeisturum Vals.
Ísland lagði heimalið Norður-Makedónía á HM U-20 kvenna í handbolta með tólf marka mun, 29-17. Sigurinn tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum mótsins.