Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 2-1 | 1. deildarlið Víkings sló úrvalsdeildarlið Selfoss úr leik Víkingur og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Víkingur trónir á toppi Lengjudeildar á meðan Selfoss skrapar botninn í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 16. júní 2023 20:45
Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun. Íslenski boltinn 15. júní 2023 22:18
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. Íslenski boltinn 15. júní 2023 21:50
Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. Íslenski boltinn 15. júní 2023 17:29
Meistarabanarnir taka á móti Blikum í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur“ Það dregur til tíðinda í kvöld þegar að átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefjast og í Laugardalnum er á dagskrá stórleikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Íslenski boltinn 15. júní 2023 15:01
Eignaðist barn og skoraði rúmum hundrað dögum síðar í Bestu deildinni Fanndís Friðriksdóttir átti sannkallaða draumabyrjun inn á knattspyrnuvöllinn á dögunum er hún lék sinn fyrsta leik síðan í september 2021. Íslenski boltinn 14. júní 2023 23:37
„Þetta hefur verið í stöðugri og kerfisbundinni vinnslu undanfarin tvö ár“ „Löngunin í að vinna boltann hátt uppi á vellinum og gefa andstæðingnum ekki andrými til að athafna sig með boltann er í grunninn ástæðan fyrir leikstílnum,“ segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, um leikstíl liðsins. Íslenski boltinn 14. júní 2023 20:58
Úrslitin í leik Fylkis og KR standa þrátt fyrir kæru KR-inga Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað að úrslit í leik KR og Fylkis í Lengjudeild kvenna skuli standa. KR hafði kært leikinn á þeim grundvelli að Fylkir hefði teflt fram ólöglegum leikmanni í leiknum en Árbæingar unnu einkar sannfærandi 6-0 sigur. Íslenski boltinn 14. júní 2023 13:00
Fjögurra leikja bann fyrir að bíta andstæðing Alberto Sánchez Montilla, leikmaður Kormáks/Hvatar hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að bíta andstæðing sinn í leik liðsins gegn Kára í 3. deildinni síðastliðinn sunnudag. Fótbolti 13. júní 2023 16:41
Spilaði bara hundrað mínútur og er farin frá Val Bandaríska knattspyrnukonan Jamia Fields, sem leikið hafði í hinni sterku, bandarísku úrvalsdeild sem og í efstu deild Noregs, staldraði afar stutt við hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals. Íslenski boltinn 13. júní 2023 13:01
Sjáðu mörkin: Dýrðleg Birta, Fanndís skoraði eftir brjóstagjöf og sautján ára nýliði stakk Sif af FH blandaði sér í baráttuna í efsta hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta í gær með frábærum sigri á Stjörnunni, og Keflavík vann óvæntan sigur í Laugardal þar sem rauða spjaldið fór á loft. Öll mörkin úr áttundu umferð má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 13. júní 2023 11:01
„Ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig“ Keflavík vann óvæntan 2-1 sigur á Þrótti í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, þurfti að sætta sig við svekkjandi tap þrátt fyrir að Þróttur hafði yfirhöndina lungann úr leiknum. Íslenski boltinn 12. júní 2023 22:30
„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“ Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 12. júní 2023 21:54
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur R. - Keflavík 1-2 | Óvæntur sigur gestanna Keflavík vann óvæntan sigur á Þrótti á Avis vellinum í Laugardal í 8. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Keflavík en sigurinn lyftir þeim upp í 7. sæti deildarinnar og eru þær aðeins tveimur stigum frá Þrótti í 3. sæti. Íslenski boltinn 12. júní 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 5-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Íslandsmeistarar Vals fóru illa með nýliða Tindastóls í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem bæði Stjarnan og Þróttur Reykjavík töpuðu. Íslenski boltinn 12. júní 2023 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 0-2 | Spútnikliðið getur ekki hætt að vinna Nýliðar FH héldu góðu gengi sínu í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu áfram með frábærum 2-0 sigri á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ. Íslenski boltinn 12. júní 2023 21:05
Segir FH vilja framherja Lyngby Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni. Íslenski boltinn 12. júní 2023 20:31
Rifust um vítið sem ÍBV fékk: „Þú lýgur því viku eftir viku að þú sért að tala við einhvern dómara“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Ingason voru ekki sammála hvort vítaspyrnan sem ÍBV fékk undir lok leiksins gegn KR í Bestu deild karla hefði verið réttmæt. Íslenski boltinn 12. júní 2023 13:01
Sjáðu skalla Kjartans í Damir: „Átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er“ Sérfræðingarnir í Stúkunni rýndu í uppákomuna í Kaplakrika um helgina þegar Kjartan Henry Finnbogason skallaði til Damirs Muminovic sem féll í jörðina, í leik FH og Breiðabliks í Bestu deildinni. Báðir fengu gult spjald. Íslenski boltinn 12. júní 2023 09:30
Sjáðu öll mörkin úr Bestu: Þriðja sýning Vals og Davíð refsaði Blikum Víkingar verða með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta næstu ellefu daga eftir öruggan sigur gegn Fram í gærkvöld. Öll mörkin úr 11. umferð má nú sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 12. júní 2023 08:01
Bitinn í kálfann á Akranesi: „Var bara í hálfgerðu áfalli“ Hilmari Halldórssyni, knattspyrnumanni á Akranesi, var ráðlagt af lækni að fá stífkrampasprautu í dag eftir að hafa verið bitinn af andstæðingi sínum í leik með Kára gegn Kormáki/Hvöt í 3. deild. Myndband af atvikinu má sjá í greininni. Íslenski boltinn 12. júní 2023 07:22
Ánægður með sigurinn en mjög flatur leikur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinn á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld en sá þó mikla þreytu í sínum mönnum. Leiknum lauk með 3-1 sigri Víkinga sem höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð. Íslenski boltinn 11. júní 2023 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 1-1 | Tvö töpuð stig hjá báðum liðum Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Bæði lið þurftu á sigri að halda og má segja að stig geri lítið fyrir liðin. Íslenski boltinn 11. júní 2023 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fram 3-1 | Toppliðið aftur á sigurbraut Víkingar höfðu ekki unnið tvo leiki í röð í Bestu deild karla í fótbolta fyrir leik dagsins gegn Fram en komust á sigurbraut eftir þægilegan sigur í Reykjavíkurslag dagsins. Íslenski boltinn 11. júní 2023 22:00
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-5 | Valsmenn kjöldrógu nýliðana HK fékk Val í heimsókn í Kórinn í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá léku gestirnir frá Hlíðarenda á alsoddi í síðari hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Lokatölur 0-5. Íslenski boltinn 11. júní 2023 20:30
„Eitt lið á vellinum“ Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna. Íslenski boltinn 11. júní 2023 20:15
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí. Íslenski boltinn 11. júní 2023 19:10
„Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar“ „Fatahönnun er andstæðan við fótboltann. Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar,“ segir Birnir Snær Ingason, kantmaður Víkings. Hann lærir fatahönnun samhliða fótboltanum og segist elska það. Íslenski boltinn 11. júní 2023 12:57
Sjáðu markið: Yngstur til að bæði spila og skora fyrir ÍA Daníel Ingi Jóhannesson, leikmaður ÍA, varð á föstudagskvöld yngsti markaskorari í sögu félagsins. Hann átti þegar metið yfir yngsta leikmann félagsins frá upphafi. Íslenski boltinn 10. júní 2023 19:46
Sævar Atli mættur í gæsluna og sá Leikni koma til baka Sævar Atli Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins og Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, var mættur að sjá sína menn í Leikni Reykjavík spila við Grindavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur skellti hann sér í gæslu. Íslenski boltinn 10. júní 2023 18:00