

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.
IFS mælir enn með kaupum í Icelandair í nýju verðmati sem birt var eftir að flugfélagið lækkaði afkomuspá sína í ljósi hækkandi eldsneytisverðs. Fáir innlendir hlutabréfasjóðir eru með hlutfallslega mikið af eignum sínum bundnum í bréfum flugfélagsins.
Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024.
Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt á Símanum um ellefu prósent eftir uppgjör annars ársfjórðungs en telur engu að síður að fjarskiptafélagið sé verulega undirverðlagt.
Hluthafar Eikar fasteignafélags hafa samþykkt að stjórn félagsins sé heimilt að gera samrunasamning við Reiti fasteignafélag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Dagurinn var að mestu rauður í Kauphöllinni í dag, þar sem virði flestra hlutafélaga lækkaði. Icelandair tók mesta dýfu en OMXI10 úrvalsvísitalan lækkaði um 0,85 prósent.
Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum.
Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir forsvarsmaður Brimgarða, stærsta hluthafa Eikar. Verðbréfafyrirtæki sem unnu fyrir Eik telja að hluthafar fasteignafélagsins eigi að fá stærri hlut í sameinuðu félagi en Reginn bauð í morgun.
Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa ákveðið að hækka yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé Eikar fasteignafélags úr 0,452 hlutum í tilboðsgjafa í 0,489 hluti í tilboðsgjafa.
Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið.
Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið.
Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti.
Innan við einum mánuði eftir innkomu Ármanns Þorvaldssonar sem nýs bankastjóra Kviku hefur bankinn ráðist í uppsagnir þvert á svið samstæðunnar. Stöðugildum innan bankans var þannig fækkað um liðlega fjögur prósent í aðgerðum dagsins í dag sé tekið mið af heildarstarfsmannafjölda félagsins, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Eftir að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar var byrjuð að vera betur verðlögð miðað við hagnað þeirra félaga sem standa að baki henni, borið saman við ávöxtunarkröfu ríkisbréfa, þá hefur hún tekið afturkipp á síðustu tveimur mánuðum.
Anton Birkir Sigfússon hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum hf.. Í starfinu mun hann halda áfram að móta og innleiða stefnur, markmið og aðgerðaráætlanir félagsins tengdum málaflokknum ásamt því að hafa umsjón með sjálfbærniuppgjöri Haga.
Kafarar eru á leið að þýsku flutningaskipi sem liggur nú við Sundabakka. Mengunargirðing er umhverfis skipið vegna gruns um olíuleka. Búið er að staðfesta skemmdir á skipinu en ekki umfang þeirra.
Flugfreyjustarfið var lengi álitið kvennastarf sem einkenndist af glamúr, glæsileika og kynþokka. Konur eru enn í miklum meirihluta innan starfsstéttarinnar þrátt fyrir töluverða aukningu af karlmönnum síðastliðin ár. Starf flugfreyju er fyrst og fremst öryggisstarf.
Fjárfestingafélagið Bóksal, sem var um skeið umsvifamikið á innlendum hlutabréfamarkaði, losaði um nær allar stöður sínar í skráðum félögum á liðnu ári samhliða því að greiða upp um fimm milljarða króna skuld við lánastofnanir. Félagið, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, tapaði tæplega 1,6 milljarði króna á árinu 2022.
IFS greining lækkaði verðmat sitt á Marel um tíu prósent frá fyrra mati og ráðleggur fjárfestum að halda hlutabréfum fyrirtækisins. Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi hélt áfram að valda vonbrigðum. Helsti vandi Marels er kostnaðarstjórnun, segir í greiningu.
Kaldalón mun ekki afla nýs hlutafjár samhliða skráningu á Aðallista Kauphallarinnar miðað við markaðsvirði félagsins í dag. „Það er alveg skýrt. Það mun þó ráðast af markaðsaðstæðum á þeim tíma sem félagið færir sig yfir hvort sótt verður nýtt hlutafé og hve mikið,“ segir forstjóri fasteignafélagsins.
Sigurður Hreiðar Jónsson, sem hefur starfað um skamma hríð hjá Kviku banka, hefur verið ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Hækkun eldsneytisverðs og aðrar almennar kostnaðarhækkanir hafa neikvæð áhrif á afkomu flugfélagsins Play á seinni hluta ársins 2023. Því gerir félagið ekki lengur ráð fyrir því að afkoma ársins verði jákvæð.
Ölgerðin ætlar að sækja bætur vegna samráðs Samskipa og Eimskipa. Fleiri félög kanna nú réttarstöðu sína og möguleika á skaðabótum. Forstjóri Innness segir skipafélögin tvö rúin trausti og sektarfjárhæð Samskipa senda skýr skilaboð.
Samskiptagátt kanadíska landamæraeftirlitsins, sem auðveldar vinnslu umsókna um ferðaleyfi til landsins, lá niðri í dag. Tuttugu farþegar Play sem ekki höfðu fengið slíkt leyfi þurftu að sitja eftir þegar flogið var af stað.
Marinó Örn Tryggvason, sem lét nýlega af störfum sem forstjóri Kviku banka, segir að sér þyki samfélagið hafa farið ósanngjörnum höndum um stjórnendur Íslandsbanka í kjölfar þess að sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann var opinberuð. Viðbrögðin hafi verið úr öllu hófi.
Ölgerðin skoðar nú að sækja skaðabætur vegna samráðs skipafélagannaSamskipa og Eimskips. Forstjóri segir málið reiðarslag og að samráðið hafi valdið félaginu og neytendum verulegum skaða og stórfelldu fjárhagslegu tjóni.
Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku.
Bára Hlín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Verkefnastofu og ferlaumbóta hjá Sýn.
Faysal Kalmoua hefur verið skipaður framkvæmdastjóri rekstrar hjá Alvotech og tekur hann við starfinu af Hafrúnu Friðriksdóttur.
Gyða Einarsdóttir og Halldóra G. Steindórsdóttir hafa verið ráðnar nýir forstöðumenn á sviði hugbúnaðarþróunar í bankanum.
Vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í síðasta mánuði tóku gildi í gær og hafa vaxtahækkanir því tekið gildi hjá öllum stóru viðskiptabönkunum.