
Við viljum lifa
Guðjón Sigurðsson berst fyrir lífi sínu. Hann þjáist af ólæknandi sjúkdómi sem heitir MND, hreyfitaugahrörnun; sjúkdómi sem leggur fólk að velli á einu til fimm árum frá greiningu. En Guðjón berst ekki bara fyrir lífi sínu. Hann berst fyrir því að MND sjúklingar geti ákveðið hvort þeir fari í öndunarvél á lokastigi sjúkdómsins eða ekki. Hann fékk danskan vin sinn, sem er tengdur við öndunarvél, til að heimsækja Ísland og ræða við ráðamenn um meðferð sína.