Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Það er erfitt að vera ekki með mann eins og Pavel í liðinu“

Kristófer Acox segir það hafa verið mikið áfall fyrir hinn almenna Valsara þegar Pavel Ermolinskij tilkynnti það að skórnir væru farnir á hilluna í sumar. Hann segir að leikmaðurinn hafi skilið eftir sig stórt skarð, en nú sé komið að því að reyna að vinna titla án hans sér við hlið.

Körfubolti
Fréttamynd

Jasmín Erla framlengir við Stjörnuna

Jasmín Erla Ingadóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna. Jasmín Erla rifti samningi sínum við Stjörnuna á dögunum en nú hefur hún samið við félagið á nýjan leik. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 91-68 | Njarðvík vann öruggan sigur gegn löskuðum Stólum

Njarðvík vann afar sannfærandi sigur þegar liðið mætti Tindastóli í þriðju umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni suður með sjó í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 91-68 heimamönnum í vil en jafnræði var með liðunum fram í miðbik annars leihkluta. Þá dró í sundur með liðunum og niðurstaðan öruggur sigur Njarðvíkurliðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

KR skiptir um Kana

KR-ingar kynntu til leiks nýjan Bandaríkjamann í kvöld en Elbert Clark Matthews samdi við liðið og mun hann leika með KR út leiktímabilið.

Körfubolti
Fréttamynd

Ayala: Vörnin hélt okkur á floti í dag

Eric Ayala var stigahæsti leikmaður leiksins þegar Keflvíkingar unnu Grindavík 96-87 í Subway deild karla í körfuknattleik. Ayala skoraði 28 stig og voru mörg þeirra af mikilvægari gerðinni þegar heimamenn þurftu á körfum að halda. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Tvö mismunandi lið sem mættu til leiks“

Valskonur sóttu góðan sigur til Grindavíkur í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur suður með sjó 72-80. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Vals tók undir þau orð blaðamanns að það mætti kalla þetta endurkomusigur, en það var einfaldlega allt annað Valslið sem mætti til leiks í seinni hálfleik samanborið við þann fyrri.

Körfubolti
Fréttamynd

„Lífið er mikilvægara en körfubolti“

Eftir rúmt ár í Davidson háskólanum í Bandaríkjunum er Styrmir Snær Þrastarson kominn aftur heim í Þór Þorlákshöfn. Hann segist finna sig betur í evrópska körfuboltanum en þeim bandaríska og þá höfðu veikindi í fjölskyldunni úrslitaáhrif á að hann ákvað að snúa aftur heim.

Körfubolti