
Þegar neyðin er mest er Caruso næst
Fimm ár eru síðan Vísir fjallaði um óvænt hlutverk Alex Caruso á leið Los Angeles Lakers að NBA-meistaratitlinum í körfubolta. Nú er hann máttarstólpi í einu besta liði NBA.
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Fimm ár eru síðan Vísir fjallaði um óvænt hlutverk Alex Caruso á leið Los Angeles Lakers að NBA-meistaratitlinum í körfubolta. Nú er hann máttarstólpi í einu besta liði NBA.
Baldur Þór Ragnarsson segir að menn innan teymisins hafi farið nýstárlegar leiðir í úrslitakeppninni til að halda mönnum heilum í gegnum þessar álagsmiklu vikur. Þar kom við sögu hreyfifræðingurinn Gunnar Már Másson maður sem hann kallar einfaldlega Jesú.
Körfuknattleiksmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson hefur samið við Tindastól til tveggja ára. Hann kemur frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar.
Það var mikið fjör í Vík í Mýrdal um Hvítasunnuhelgina þar sem fjöldi manns kom saman og keppti í fjórum íþróttagreinum, á sérstakri íþróttahátíð til minningar um Pálma Kristjánsson.
Körfuboltamaðurinn Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Tindastóls til næstu þriggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Systkinin Lovísa og Hilmar Smári urðu bæði Íslandsmeistarar í körfubolta á dögunum. Faðir þeirra gerði slíkt hið sama árið 1988.
Jason Kidd er nýjasta nafnið á blaði hjá New York Knicks sem leitar nú að nýjum aðalþjálfara eftir að Tom Thibodeau var látinn taka poka sinn eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.
Oklahoma City Thunder jafnaði úrslitaeinvígið gegn Indiana Pacers með 123-107 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Shai Gilgeous-Alexander á nú metið yfir flest stig skoruð í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis NBA.
Keflvíkingar hafa framlengt samning við fjóra lykilleikmenn í kvennakörfunni en liðið mætir þá til leiks undir stjórn Harðar Axels Vilhjálmssonar.
Taiwo Badmus hefur gert samning við Tindastól og mun spila með liðinu í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð.
Ríkjandi bikarmeistarar kvenna í körfubolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tímabili. Liðið hefur nælt í íslensku landsliðskonuna Danielle úr atvinnumennsku og eftir að hafa verið með betri leikmönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Íslands sem mun betri leikmaður.
Panathinaikos er í úrslitaeinvíginu um gríska meistaratitilinn í körfubolta en eigandi félagsins má ekki koma inn í íþróttahúsin í Grikklandi næstu mánuðina.
Arnar Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Tindastóls í karlakörfuboltanum en félagið greindi frá þessu á blaðamannafundi nú síðdegis.
Körfuknattleiksdeild Tindastóls stóð fyrir blaðamannafundi á Hótel Varmahlíð fyrir norðan í dag. Þar var nýr þjálfari liðsins kynntur en Arnar Guðjónsson tekur við liðinu.
Þór Þorlákshöfn hefur gengið frá samningum við þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.
Besti ungi leikmaður Bónus-deildar karla hefur samið við Álftanes. Hann vill taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá félaginu.
Indiana Pacers unnu enn einn endurkomusigurinn, 111-110 gegn Oklahoma City Thunder í fyrsta leik NBA úrslitaeinvígisins. Tyrese Haliburton tryggði sigurinn með skoti þegar innan við hálf sekúnda var eftir af leiknum, endurkomusigur eftir að Pacers höfðu verið undir allan leikinn.
Hjörtur Sigurður Ragnarsson er nýr aðstoðarþjálfari Lárus Jónssonar í Þorlákshöfn.
Álftnesingar hafa styrkt lið sitt fyrir næsta tímabil í körfuboltanum en hinn tvítugi Hilmir Arnarson er genginn í raðir Álftnesinga og hefur samið við félagið til næstu tveggja ára.
Nýliðar KR í Bónus deild kvenna í körfubolta eru byrjaðir að styrja liðið sitt fyrir komandi tímabil.
Að minnsta kosti fimmtán fyrrum körfuboltamenn hjá Indiana háskólanum hafa stigið fram og sakað fyrrum sjúkraþjálfara liðsins um kynferðislega áreitni.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur framlengt samninga við tvo leikmenn liðsins, fyrirliðann Halldór Garðar Hermannsson og framtíðarmanninn Hilmar Pétursson.
Reykjavíkurborg og forsvarsmenn körfuboltafélagsins Aþenu hafa enn ekki komist að samkomulagi um endurnýjun samninga vegna notkunar félagsins á íþróttahúsi í Breiðholti. Liðsmenn mótmæltu við ráðhúsið í dag og liðsmaður Aþenu segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælunum kjánaleg. Brynjar Karl, þjálfari, segir borgarfulltrúa ekki búna að kynna sér starf Aþenu áður en ákvörðun er tekin.
Tom Thibodeau var í dag látinn taka pokann sinn sem þjálfari New York Knicks í NBA deildinni í körfubolta.
Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena.
Bikarmeistarar Vals hafa endurnýjað samninga við nokkra af helstu lykilmönnum sínum í körfubolta. Taiwo Badmus virðist hins vegar hafa leikið sinn síðasta leik fyrir liðið.
Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar.
Körfuboltasérfræðingarnir í Lögmáli leiksins settust í sófann í gærkvöldi og fóru yfir úrslitaeinvígið sem framundan er milli Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers.
„Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag.
Benedikt Guðmundsson er hættur sem þjálfari Tindastól. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki verið hans og hann hafi viljað halda áfram með liðið.