Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Neyðarkall frá móður jörð

Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við vandamálum sem þeim fylgja sem fyrst.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­línan er lofts­lags­mál

Borgarlínan er stærsta loftslagsverkefni höfuðborgarsvæðisins. Ætlum við að ná kolefnishlutleysi í Reykjavík dugar ekki aðeins að fara í orkuskipti. Við verðum að breyta ferðavenjum. Við þurfum fleiri sem velja að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur í stað bíla. Til þess þurfum við Borgarlínu og fullt af hjólastígum.

Skoðun
Fréttamynd

Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára

Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið.

Erlent
Fréttamynd

Við­búinn upp­skeru­brestur

Enn og aftur þurfum við að tala um loftslagsmálin, því ríkisstjórnin virðist vera fullkomlega glórulaus og afleiðingarnar eru grafalvarlegar.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Lofts­lags­dagurinn 2022

Loftslagsdagurinn 2022 fer fram í Hörpu milli klukkan 10:30 og 16 í dag þar sem meðal annars verður fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, neysludrifna losun, innra kolefnisverð, náttúrumiðaðar lausnir og aðlögun og orkuskipti. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu

Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Davíð í Unity og Ný­sköpunar­vika efna til lofts­lags­við­burðarins „Ok, bye“ í Hörpu

Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stöndum við stóru orðin

Loftslagsmálin eru eitt stærsta og mest aðkallandi verkefni mannkyns. Orkustefna Íslands gerir ráð fyrir því að landið verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er enn metnaðarfyllri og flýtir því markmiði um áratug til ársins 2040. Orð eru til alls fyrst, en betur má ef duga skal og tími raunverulegra aðgerða runninn upp.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­firðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita

Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna.

Erlent
Fréttamynd

Skæð hita­bylgja setur líf Ind­verja úr skorðum

Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði.

Erlent
Fréttamynd

Dagur jarðar

Dagur jarðar er í dag, 22. apríl og er þema dagsins í ár „Fjárfestum í jörðinni okkar“.

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsváin og litla systir hennar

Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Orkan í Fellsmúla hættir að selja bensín

Orkan hyggst breyta bensínstöðinni í Fellsmúla í hleðslustöð fyrir rafknúin ökutæki. Bensínstöð hefur verið á þessum stað í Fellsmúla frá árinu 1971 en stefnt er að því að ný hleðslustöð hefji þar starfsemi fyrir lok árs 2023. 

Innlent
Fréttamynd

Aukin orkuöflun „grunnforsenda“ þess að ná markmiðum í loftlagsmálum

Orkuskipti eru stærsta einstaka viðfangsefnið í átt að kolefnishlutleysi og að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti, að því er kom fram í máli Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI), á ársfundi Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, sem fór fram fyrr í vikunni.

Innherji
Fréttamynd

Keflavíkurflugvöllur verði kolefnalaus fyrir 2030

Á aðalfundi ISAVIA var Kristján Þór Júlíusson kjörin stjórnarformaður en hann gegndi embætti sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til ársins 2021. Nýja stjórn skipa þau Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir að orðræða XD í orkumálum sé „þreytt og hálfóþolandi“

Á fundi borgarstjórnar í dag var tekist á um orkumál en Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögu sem miðar að því að borgarstjórn álykti um að hvetja Orkuveitu Reykjavíkur til að kanna virkjanamöguleika á starfssvæði OR. Fram undan væru orkuskiptin sem kölluðu á mun meiri raforkuframleiðslu auk þess sem bætt orkuöryggi væri brýnna í ljósi alþjóðamála.

Innlent