
Olli skemmdum á lögreglubíl eftir berserksgang
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem hafði gengið berserksgang við hótel í miðborg Reykjavíkur og veist að fólki og farartækjum.
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem hafði gengið berserksgang við hótel í miðborg Reykjavíkur og veist að fólki og farartækjum.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var nokkrum sinnum kölluð út vegna hávaða í nótt.
Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum.
Líkamsleifar sem Lögreglan á Vestfjörðum gróf upp fyrir helgi eru af manni sem mun hafa farist í bílslysi á Óshlíðarvegi árið 1973. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson fannst látinn við bíl sem átti að hafa oltið niður af veginum en verið er að rannsaka hvort Kristinn hafi mögulega dáið með öðrum hætti.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur byrjað að sekta ökumenn sem hafa trassað að taka nagladekk undan bílum sínum. Lögreglan sektaði um fimmtíu ökumenn um helgina sem skilar um fjórum milljónum króna í ríkissjóð.
Líkamsleifar voru grafnar upp úr kirkjugarði á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Ráðist var í uppgröftinn eftir að lögreglunni á Vestfjörðum barst ábending um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur konum sem voru að stela vörum úr matvöruverslun í miðborg Reykjavíkur.
Konan, sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundin.
„Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina.
Margar ábendingar hafa borist um vinnumansal flóttafólks hér á landi undanfarið og er lögregla með slík mál til rannsóknar. Forseti ASÍ segir mikilvægt að allir séu á varðbergi og ítrekar mikilvægi þess að aukinn straumur flóttamanna sé ekki á kostnað réttinda.
Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul.
Snemma í morgun varð sprenging í Hafnarfirði sem olli skemmdum á um tug ökutækja. Skemmdir urðu einnig á vinnuvélum.
Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar.
Miskunnsamur borgari reyndi sitt besta í dag til að koma í veg fyrir að andafjölskylda yrði síðdegisumferðinni á Miklubrautinni að bráð.
Maður sem var skilinn eftir af strætó á bensínstöð á Blönduósi fékk far með lögreglunni að Varmahlíð þar sem hann fór aftur í vagninn. Þegar komið var að endastöð gekk hann í skrokk á strætóbílstjóranum ásamt félaga sínum.
Klukkan rétt rúmlega tvö í nótt voru tvö rafhlaupaslys í miðbænum tilkynnt til lögreglu. Í því fyrra hafði rafhlaupahjóli verið ekið á kyrrstæða bifreið og í því seinna hafði ökumaður misst stjórn á farartækinu þegar hann var með farþega á hjólinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu frá því um aldamót situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um umfangsmikil fíkniefnabrot sem lögreglan hefur rannsakað síðustu mánuði.
Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að grjóti hefði verið kastað í rúðu þannig að hún brotnaði og flugelda í kjölfarið hent inn um gluggann. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en að hennar sögn er ekki vitað hver framdi verknaðinn.
Um hádegisbilið í dag var tilkynnt um árekstur í Hafnarfirði og hafði sökudólgurinn stungið af á ökutæki sínu. Lögreglan gat staðsett bifreiðina og gaf manninum merki um að stöðva akstur en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Við það hófst eftirför þar sem maðurinn ók meðal annars gegn rauðu ljósi, rásaði milli akreina og ók á öfugum vegarhelming. Lögregla náði að lokum að stöðva akstur mannsins og var hann handtekinn. Hann er grunaður um ölvunarakstur.
Karlmaður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í nótt vegna gruns um ölvunarakstur. Hann reyndist vera með tvö ungbörn í bílnum, sem var í kjölfarið komið í hendur barnaverndaryfirvalda.
Í miðjum aprílmánuði síðastliðnum höfðu lögregla og sérsveitin afskipti af saklausum sextán ára dreng í tvígang. Sérsveitarmenn veittust að drengnum þar sem hann sat í Strætó í fyrra skiptið, og lögregluþjónar undu sér upp að drengnum þar sem hann sat í bakaríi með móður sinni í síðara skiptið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í morgun afskipti af ölvuðum manni í Reykjavík sem gekk um með þráðlausan hátalara og tónlist í botni. Tónlistin var svo há að hún vakti íbúa hverfisins sem maðurinn gekk um.
Sundlaugargestir sem mættu í Árbæjarlaug við opnun klukkan níu í morgun máttu sætta sig við ískaldar sturtur. Innbrotsþjófur hafði framið þar ýmis eignaspjöll um nóttina, meðal annars farið um tækjakjallara laugarinnar og tekið þar leiðslur í sundur með þeim afleiðingum að ekkert heitt vatn rann í sturturnar.
Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma.
Maður sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum var í gær hnepptur í gæsluvarðhald. Móðir stelpu sem lenti í manninum segir það vera mikinn létti.
Ábendingum til lögreglu um meinta kynferðisbrotamenn á samskiptaforritinu Snapchat hefur fjölgað á undanförnum árum. Þetta segir lögregla sem telur óvíst hvort lögregla hafi lagalegar heimildir til að loka slíkum reikningum.
Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.
Sjö einstaklingar gistu fangageymslurnar á Hverfisgötu í nótt, sem lögregla segir að teljist nokkuð mikið á virkum degi. Alls komu fimm fíkniefnamál upp og þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.