Vafði byssunni inn í peysu til að smygla henni inn á Dubliner Árni Sæberg skrifar 26. júní 2023 13:44 Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Stöð 2 Karlmaður rétt undir þrítugu hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum. Í ákæru á hendur manninum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Byssuna hafi maðurinn falið með því að vefja hana inn í hvíta hettupeysu og haft hana í innkaupapoka, þannig að gestir staðarins gátu ekki áttað sig á að hann væri vopnaður þegar hann hleypti skoti úr byssunni. Þess er aðallega krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að ofangreind haglabyssa verði gerð upptæk. Vilja tvær milljónir króna á mann Fyrrnefnd fjögur, sem manninum er gefið að sök að hafa reynt að drepa, fara fram á maðurinn greiði þeim tvær milljónir króna í miskabætur, hverju um sig. Þá krefst það einnig kostnaðar vegna réttargæslu úr hans hendi. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Maðurinn á brotaferil að baki Maðurinn sem hleypti af skotinu var í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar málinu. Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner, Naustunum 1 í Reykjavík, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins, og án viðvörunar og fyrirvaralaust hleypt af einu skoti þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum, rétt ofan og til hliðar við fólkið, með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir það. Byssuna hafi maðurinn falið með því að vefja hana inn í hvíta hettupeysu og haft hana í innkaupapoka, þannig að gestir staðarins gátu ekki áttað sig á að hann væri vopnaður þegar hann hleypti skoti úr byssunni. Þess er aðallega krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að ofangreind haglabyssa verði gerð upptæk. Vilja tvær milljónir króna á mann Fyrrnefnd fjögur, sem manninum er gefið að sök að hafa reynt að drepa, fara fram á maðurinn greiði þeim tvær milljónir króna í miskabætur, hverju um sig. Þá krefst það einnig kostnaðar vegna réttargæslu úr hans hendi. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Maðurinn á brotaferil að baki Maðurinn sem hleypti af skotinu var í maí síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar málinu.
Byssuskot á The Dubliner Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira