Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 07:44 Lögreglan þurfti að hlaupa uppi einn stútinn í umdæmi stöðvar 4. Vísir/Vilhelm Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Á veitingastað reyndi bífræfinn þjófur að nappa áfengisflösku en var stöðvaður. Barðist hann um og lá einn „góðborgarinn“ slasaður eftir að sögn lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hygðist góðborgarinn ætla að kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna við skóla í umdæmi lögreglustöðvar númer 1. Brutu ungmennin rúðu í skólanum en komu sér undan áður en lögreglan kom á vettvang. Árekstur í Hafnarfirði Á lögreglustöð númer 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var einstaklingur handtekinn í heimahúsi, grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar einstaklingur var líka vistaður í umdæminu vegna líkamsárásar. Í Hafnarfirði varð árekstur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Reyndist annar ökumaðurinn vera töluvert ölvaður og var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglunni er ekki kunnugt um nein meiðsli vegna árekstursins. Skemmdu eigur verslunar Á stöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var einstakling ekið á bráðamóttöku með lítilvæglega áverka. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Í verslun var tilkynnt um hóp manna sem skemmdu eigur verslunarinnar. Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla mætti. Hlupu uppi stút Á stöð 4, sem nær yfir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, þurfti lögregla að hafa fyrir því að handsama stút. „Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bifreið sína, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ segir í skýrslu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun saksóknara gefi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Sjá meira
Á veitingastað reyndi bífræfinn þjófur að nappa áfengisflösku en var stöðvaður. Barðist hann um og lá einn „góðborgarinn“ slasaður eftir að sögn lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hygðist góðborgarinn ætla að kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna við skóla í umdæmi lögreglustöðvar númer 1. Brutu ungmennin rúðu í skólanum en komu sér undan áður en lögreglan kom á vettvang. Árekstur í Hafnarfirði Á lögreglustöð númer 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var einstaklingur handtekinn í heimahúsi, grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar einstaklingur var líka vistaður í umdæminu vegna líkamsárásar. Í Hafnarfirði varð árekstur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Reyndist annar ökumaðurinn vera töluvert ölvaður og var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglunni er ekki kunnugt um nein meiðsli vegna árekstursins. Skemmdu eigur verslunar Á stöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var einstakling ekið á bráðamóttöku með lítilvæglega áverka. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Í verslun var tilkynnt um hóp manna sem skemmdu eigur verslunarinnar. Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla mætti. Hlupu uppi stút Á stöð 4, sem nær yfir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, þurfti lögregla að hafa fyrir því að handsama stút. „Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bifreið sína, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ segir í skýrslu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun saksóknara gefi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Sjá meira