
Sleginn með áhaldi á Granda
Maður var fluttur á bráðadeild í nótt eftir að hafa orðið fyrir árás á Granda í vesturbæ Reykjavíkur.
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Maður var fluttur á bráðadeild í nótt eftir að hafa orðið fyrir árás á Granda í vesturbæ Reykjavíkur.
Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir.
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sjöunda tímanum í gær ungan mann sem staðinn var að þjófnaði á ökutækjum.
Slysið varð á fjórða tímanum í dag.
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag.
Lögreglan handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa farið inn á tvo vínveitingastaði og hótað þar starfsfólki með hnífi og stolið áfengisflöskum.
Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins.
Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær fjölmarga ökumenn sem reyndust undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis og án þess að vera með ökuréttindi.
Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð.
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum.
„Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum.
Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik.
Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í þágu rannsóknar á brunanum við Bræðraborgastíg var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag.
Grímur Atlason framkvæmdastjóri telur okkur öll og yfirvöld ábyrg fyrir brunanum við Bræðraborgarstíg.
Slökkvilið og lögregla hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 17:30 vegna brunans á Bræðraborgarstíg 1 í gær.
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þrítugum karlmanni fyrir að hafa orðið móður sinni að bana í Hafnarfirði í byrjun apríl. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í samtali við fréttastofu.
Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Ökumaður bílsins fór af vettvangi en hjólreiðamaðurinn hlaut aðeins skrámur og taldi sig ekki þurfa á sjúkrahús, samkvæmt dagbók lögreglu.
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á málum þriggja Rúmena, sem grunaðir eru um búðarhnupl, er lokið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í sendiráði Rússlands við Túngötu í Reykjavík í dag.
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir hinum fertuga Jóni Skúla Traustasyni.
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni ökumann sem var „með alla hluti í ólagi,“ samkvæmt tilkynningu.
Flytja þurfti konu á sjúkrahús í gær sem féll af hjóli þegar bílhurð var opnuð fyrir akstursstefnu hennar.
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars.
Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi maka manns sem handtekinn var fyrir kannabisræktun og þremur börnum hennar miskabætur eftir að lögregla gerði húsleit á heimili þeirra í tengslum við brot mannsins.
Lögregla á Suðurnesjum handtók í síðustu viku tvo karlmenn sem staðnir voru að verki grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna.
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á málum 11 einstaklinga sem grunaðir voru um brot á sóttvarnalögum með því að hafa ekki fylgt reglum um sóttkví er lokið.
Andlát karlmanns, sem fannst í berginu við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík í gær, er ekki rannsakað sem sakamál, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum.