Grunaður um að hafa lokkað dreng upp í bíl og brotið á honum Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 8. september 2021 10:33 Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og ungi drengurinn tilkynnti málið til lögreglu. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa í ágúst lokkað fjórtán ára dreng upp í bílinn sinn og brotið á honum. Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Meðal gagna málsins eru samskipti í farsíma þar sem umræður eru af kynferðislegum toga. Héraðsdómur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 15. september en Landsréttur felldi það úr gildi síðasta föstudag. Lögreglustjóri telur það nauðsynlegt að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi og telur mikla hættu á að hann haldi áfram brotum gegn drengnum Sagði manninum að hann væri fjórtán ára Í greinargerð með kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald kemur fram að að kvöldi 19. ágúst hafi borist tilkynning um að ungur drengur hafi verið lokkaður upp í bíl af karlmanni. Á vettvangi hafi lögregla hitt fyrir fjórtán ára dreng. Hann hafi greint frá samskiptum þeirra á milli á Internetinu og þeir mælt sér mót. Hann hafi farið upp í bíl mannsins þar sem karlmaðurinn hafi brotið gegn honum kynferðislega og neytt hann til athafna. Því næst hafi þeir ekið heim til karlmannsins, farið inn í íbúð og afklæðst. Drengurinn hafi þá tekið upp hníf og náð að komast út úr íbúðinni. Hann hefði svo hringt strax og óskað eftir aðstoð lögreglu. Karlmaðurinn hafi verið handtekinn skömmu síðar í bíl sínum og neitað að tjá sig um málið við handtöku. Drengurinn sagðist í skýrslutöku fyrir dómi í Barnahúsi hafa tjáð manninum að hann væri fjórtán ára. Þá hefði karlmaðurinn sagst ætla að nota gervilim á hann. Lögregla tók skjáskot af SMS-samskiptum drengsins við karlmanninn þar sem rætt var um munnmök og annað þegar þeir myndu hittast. Við húsleit hjá karlmanninum hafi verið haldlagðar fartölvur, spjaldtölvu og minnislyklar og -diskar. Áður hafi lögregla haldlagt tvo síma í fórum karlmannsins. Þessir munir séu allir til rannsóknar. Þá hafi farið fram líkamsrannsókn á karlmanninum og komið í ljós húðflúr sem komi heim og saman við lýsingar drengsins. Sýni úr líkamsrannsóknum séu til rannsóknar en nauðsynlegt þyki að fram fari DNA-rannsókn og aðrar viðeigandi rannsóknir á þeim sýnum. Drengurinn áður tilkynnt manninn Í úrskurði héraðsdóms um gæsluvarðhald segir að drengurinn hafi áður tilkynnt manninn til lögreglu en þá hafði maðurinn boðið honum heim til sín. Maðurinn staðfesti í skýrslutöku að hafa áður átt í samskiptum við brotaþola en hann hefði þá ekki svarað sér. Hann hafi svo síðar greint sér frá því að hann væri fjórtán ára gamall. Lögreglustjóri telur það nauðsynlegt að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi til að verja drenginn fyrir hættulegum árásum og áframhaldandi brotum mannsins, sem þyki undir bæði rökstuddum og sterkum grun um að hafa brotið gegn honum með grófum hætti og hafa tælt hann í tvígang. Að mati lögreglu er mikil hætta á að maðurinn haldi áfram brotum gegn drengnum. Héraðsdómur varð við þeirri gæsluvarðhaldskröfu, sem fyrr segir, og úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. september. Landsréttur telur þó að ekki hafi verið sýnt fram á að drengnum stafi bráð hætta af manninum og að ekki sé tilefni til að hann verði látinn sæta gæsluvarðhaldi. Í úrskurði Landsréttar segir að þarna hafi verið um að ræða eitt tilvik þar sem maðurinn og drengurinn hafi sammælst um að hittast í gegn um vefsíðu þar sem 18 ára aldurstakmark sé áskilið. Drengurinn hafi síðan komist undan og tilkynnt lögreglu um manninn. „Þegar þessi atvik eru virt og það sem þegar er upplýst við rannsókn málsins standa ekki rök til þess að fallast á það með héraðsdómi að varnaraðili skuli sæta gæsluvarðhaldi,“ segir í úrskurði Landsréttar. Neitar að nokkuð kynferðislegt hafi átt sér stað Við fyrri skýrslutöku mannsins hjá lögreglu sagðist hann hafa hitt karlmann umrætt kvöld, sem hann hefði verið í nokkrum samskiptum við á samfélagsmiðlum áður. Hann segir að drengurinn hafi sagt sér að hann væri fjórtán ára gamall í samskiptum þeirra en hann ekki trúað því og haldið áfram samskiptum við hann og loks farið og hitt hann. Maðurinn neitar því að nokkuð kynferðislegt hafi orðið þeirra á milli í bílnum eða síðar en játaði að hafa farið með brotaþola heim til sín. Það hafi verið til „kynferðislegra athafna milli tveggja karlmanna“. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Héraðsdómur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 15. september en Landsréttur felldi það úr gildi síðasta föstudag. Lögreglustjóri telur það nauðsynlegt að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi og telur mikla hættu á að hann haldi áfram brotum gegn drengnum Sagði manninum að hann væri fjórtán ára Í greinargerð með kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald kemur fram að að kvöldi 19. ágúst hafi borist tilkynning um að ungur drengur hafi verið lokkaður upp í bíl af karlmanni. Á vettvangi hafi lögregla hitt fyrir fjórtán ára dreng. Hann hafi greint frá samskiptum þeirra á milli á Internetinu og þeir mælt sér mót. Hann hafi farið upp í bíl mannsins þar sem karlmaðurinn hafi brotið gegn honum kynferðislega og neytt hann til athafna. Því næst hafi þeir ekið heim til karlmannsins, farið inn í íbúð og afklæðst. Drengurinn hafi þá tekið upp hníf og náð að komast út úr íbúðinni. Hann hefði svo hringt strax og óskað eftir aðstoð lögreglu. Karlmaðurinn hafi verið handtekinn skömmu síðar í bíl sínum og neitað að tjá sig um málið við handtöku. Drengurinn sagðist í skýrslutöku fyrir dómi í Barnahúsi hafa tjáð manninum að hann væri fjórtán ára. Þá hefði karlmaðurinn sagst ætla að nota gervilim á hann. Lögregla tók skjáskot af SMS-samskiptum drengsins við karlmanninn þar sem rætt var um munnmök og annað þegar þeir myndu hittast. Við húsleit hjá karlmanninum hafi verið haldlagðar fartölvur, spjaldtölvu og minnislyklar og -diskar. Áður hafi lögregla haldlagt tvo síma í fórum karlmannsins. Þessir munir séu allir til rannsóknar. Þá hafi farið fram líkamsrannsókn á karlmanninum og komið í ljós húðflúr sem komi heim og saman við lýsingar drengsins. Sýni úr líkamsrannsóknum séu til rannsóknar en nauðsynlegt þyki að fram fari DNA-rannsókn og aðrar viðeigandi rannsóknir á þeim sýnum. Drengurinn áður tilkynnt manninn Í úrskurði héraðsdóms um gæsluvarðhald segir að drengurinn hafi áður tilkynnt manninn til lögreglu en þá hafði maðurinn boðið honum heim til sín. Maðurinn staðfesti í skýrslutöku að hafa áður átt í samskiptum við brotaþola en hann hefði þá ekki svarað sér. Hann hafi svo síðar greint sér frá því að hann væri fjórtán ára gamall. Lögreglustjóri telur það nauðsynlegt að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi til að verja drenginn fyrir hættulegum árásum og áframhaldandi brotum mannsins, sem þyki undir bæði rökstuddum og sterkum grun um að hafa brotið gegn honum með grófum hætti og hafa tælt hann í tvígang. Að mati lögreglu er mikil hætta á að maðurinn haldi áfram brotum gegn drengnum. Héraðsdómur varð við þeirri gæsluvarðhaldskröfu, sem fyrr segir, og úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. september. Landsréttur telur þó að ekki hafi verið sýnt fram á að drengnum stafi bráð hætta af manninum og að ekki sé tilefni til að hann verði látinn sæta gæsluvarðhaldi. Í úrskurði Landsréttar segir að þarna hafi verið um að ræða eitt tilvik þar sem maðurinn og drengurinn hafi sammælst um að hittast í gegn um vefsíðu þar sem 18 ára aldurstakmark sé áskilið. Drengurinn hafi síðan komist undan og tilkynnt lögreglu um manninn. „Þegar þessi atvik eru virt og það sem þegar er upplýst við rannsókn málsins standa ekki rök til þess að fallast á það með héraðsdómi að varnaraðili skuli sæta gæsluvarðhaldi,“ segir í úrskurði Landsréttar. Neitar að nokkuð kynferðislegt hafi átt sér stað Við fyrri skýrslutöku mannsins hjá lögreglu sagðist hann hafa hitt karlmann umrætt kvöld, sem hann hefði verið í nokkrum samskiptum við á samfélagsmiðlum áður. Hann segir að drengurinn hafi sagt sér að hann væri fjórtán ára gamall í samskiptum þeirra en hann ekki trúað því og haldið áfram samskiptum við hann og loks farið og hitt hann. Maðurinn neitar því að nokkuð kynferðislegt hafi orðið þeirra á milli í bílnum eða síðar en játaði að hafa farið með brotaþola heim til sín. Það hafi verið til „kynferðislegra athafna milli tveggja karlmanna“. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira