
Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu
Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Lögreglustjórans á Vestfjörðum á niðurfellingu rannsóknar á slysasleppingu sumarið 2023 þegar á annað þúsund eldislaxar sluppu úr kví Arctic Sea Farm ehf. á Patreksfirði. Lögreglustjóri gagnrýnir lögmenn veiðifélaga og fjölmiðla fyrir meint áhugaleysi í umfjöllun um málið.