Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Grunur um brot gegn fleiri börnum

Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni sínu til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legt magn mynd­efnis til skoðunar hjá lög­reglu

Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn

Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman

Landsréttur hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri, góðkunningja lögreglunnar, í gæsluvarðhald til 27. ágúst grunaðan um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglu þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Bíll konunnar sást á upp­töku

Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hella á­fenginu niður og hringja í for­eldra

Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður.

Innlent
Fréttamynd

Grjót­hart nei hjá dúxinum í Yale

Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Á­fall fyrir RIFF

Skipuleggjendur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík urðu fyrir því áfalli aðfaranótt miðvikudags að brotist var inn á skrifstofu þeirra við Tryggvagötu og munum stolið. Biðlað er almennings ef einhver getur hjálpað til við að endurheimta munina.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu í­trekað í geymslur stofnunar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust ítrekaðar tilkynningar í gærkvöldi og nótt þar sem tilkynnt var um tvo einstaklinga sem voru að koma sér fyrir í geymslum á opinberri stofnun.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir mynd­efni af gröfunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til eigenda eftirlitsmyndavéla í Mosfellsbæ og við Hafravatn að kanna hvort að þar leynist myndefni af vinnuvél, sem notuð var við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ.

Innlent
Fréttamynd

Fannst heill á húfi

Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundinn, heill á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa

Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð.

Innlent
Fréttamynd

Telur hand­tökuna byggja á slúðri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Lög­reglan mun grípa fyrr inn í núna“

Dagskrá Menningarnætur tekur breytingum í ár til að bregðast við harmleik sem skók þjóðina í fyrra. Fólk er hvatt til passa upp á hvert annað og flykkjast í miðbæ Reykjavíkur í bleikum klæðum til að heiðra minningu Bryndísar Klöru.

Innlent
Fréttamynd

Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar

Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Van­ræksla stað­fest en niður­felling málsins líka

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hand­tekinn vegna þjófnaðar á hrað­banka í Mos­fells­bæ

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um par að slást

Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum í Reykjavík. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að.

Innlent