Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Menn á sex­tugs- og sjö­tugs­aldri grunaðir um stór­fellt fíkniefnabrot

Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan lýsir eftir Hebu Ýr

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hebu Ýr Pálsdóttur Hillers, 33 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar á miðborgarsvæðinu á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um hóp pilta í grun­sam­legum erinda­gjörðum

Það var æsingur í bænum þetta laugardagskvöldið eins og svo oft áður og hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nóg að gera. Slagsmál brutust út fyrir utan skemmtistaði og voru slagsmálaaðilar æstir í viðræðum við lögreglu. Þá var tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Í­búðin í rúst eftir Airbnb-gesti

Lögreglunni barst tilkynning í dag um skemmdarverk á íbúð í Hlíðunum í Reykjavík, en þar hafði eigandi leigt íbúðina út hjá Airbnb og komið að henni í rúst.

Innlent
Fréttamynd

Öðrum þeirra hand­teknu sleppt úr haldi

Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­býlis­konan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjöl­skylduna

Karlmaður með réttarstöðu sakbornings í umfangsmestu mansalsrannsókn Íslandssögunnar sagðist hvorki kannast við sambýliskonu bróður síns né börn þeirra. Bróðirinn, grunaður höfuðpaur í málinu, og sambýliskonan eru líka með réttarstöðu sakbornings. Sambýliskonan sagðist starfa við þrif hjá fyrirtæki eiginmannsins. Í tölvu sem fannst í herbergi hennar mátti sjá beint streymi sem sýndi frá fyrirtæki eiginmanns hennar.

Innlent
Fréttamynd

Stór lögregluaðgerð í Laugardal

Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram í Laugardal í Reykjavík seinni partinn í dag. Lögreglumenn sem nutu liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra brutu glerútidyrahurð tvíbýlis og fóru inn. Lögreglumennirnir báru grímur en minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar blaðamann bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald frönsku konunnar fram­lengt

Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún sætir gæsluvarðhaldi til 31. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Vill þyngja refsingar við líkams­árásum

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent refsiréttarnefnd bréf þar sem hún fer þess á leit við nefndina að athuga hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga sem varða líkamsárásir.

Innlent