

MMA
Nýjustu fréttir af Gunnari Nelson og fleiri MMA-köppum.

Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember?
UFC staðfesti fyrir helgi að síðasta bardagkvöld ársins í Evrópu verði í Belfast þann 19. nóvember.

Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga
UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun.

UFC 202: Rick Story mætir Donald Cerrone í kvöld
Eins og flestum bardagaáhugamönnum er kunnugt um berst Conor McGregor við Nate Diaz í kvöld. Það má þó ekki gleyma því að fyrr um kvöldið eru margir frábærir bardagar sem fólk má ekki missa af.

Conor og Diaz munu fá háar sektir
Bardagakapparnir Conor McGregor og Nate Diaz munu fá grimma refsingu fyrir hegðun sína á blaðamannafundinum á miðvikudag. Hegðun þeirra er litin mjög alvarlegum augum.

Diaz kominn inn í hausinn á Conor
Herbragð Nate Diaz á blaðamannafundinum virðist hafa svínvirkað. Hann er búinn að gera Conor brjálaðan.

Uppáhaldsofurhetja Nate Diaz er Nate Diaz
Nate Diaz er með sjálfstraustið í botni eins og sjá má í nýjaasta þættinum af Embedded þar sem víða er komið við.

Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“
Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan.

Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz
Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor.

Conor getur ekki hætt að æfa
Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund.

Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded
UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með.

Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz
Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt.

„Öllum sama um feitu handleggina á Rondu“
Það eru komnir níu mánuðir síðan Ronda Rousey steig síðast í búrið hjá UFC.

Kavanagh: Orðspor mitt er undir í þessum bardaga
John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, segir að það sé mikið undir fyrir sig er Conor keppir gegn Nate Diaz.

Conor gerði glímukappana brjálaða
Írinn Conor McGregor er nú kominn á svarta listann hjá glímugaurunum í Bandaríkjunum eftir að hann kallaði þá aumingja.

Sjáðu Bjarka klára andstæðing sinn á 23 sekúndum
Mjölnismaðurinn Bjarki Þór Pálsson keppti sinn fyrsta atvinnumannabardaga um síðustu helgi og byrjaði feril sinn sem atvinnumaður með látum.

Kíkt á bak við tjöldin með Conor
Að vera stórstjarna hjá UFC þýðir að þú þarft að leggja á þig mikla vinnu.

Diaz hræddi stuðningsmenn Conor
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel fékk bardagakappann Nate Diaz til að taka þátt í frábæru atriði í vikunni.

Engar tilviljanir í undirbúningi Conor
Undirbúningur Conor McGregor fyrir bardagann gegn Nate Diaz er gríðarlegur og hann ætlar að vera tilbúinn fyrir hvað sem er.

Frábær auglýsing fyrir bardaga Conor og Diaz
Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Nate Diaz sem margir bíða spenntir eftir.

Ætlum að verða bestir í heiminum
Þrír íslenskir bardagakappar tóku þátt á bardagakvöldi í Liverpool um síðustu helgi og unnu allir sína andstæðinga.

Sjáðu geggjaðan bardaga hjá Bjarka og Zabitis
Bjarki Ómarsson nældi sér í belti um verslunarmannahelgina er hann varð fjaðurvigtarmeistari hjá Shinobi War bardagasamtökunum.

Conor glímir við þjálfarann sinn
Conor McGregor æfir sig nú af kappi fyrir bardagann gegn Nate Diaz síðar í mánuðinum.

Nýr meistari var krýndur í þyngdarflokki Gunnars
UFC 201 fór fram í nótt þar sem nýr veltivigtarmeistari var krýndur. Tyron Woodley tókst að rota Robbie Lawler strax í 1. lotu og kom sigurinn mörgum á óvart.

Barist um titilinn í þyngdarflokki Gunnars í nótt
Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.

Barist í Liverpool á morgun
Mjölnisstrákarnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson keppa í MMA annað kvöld. Bardagarnir fara fram í Liverpool og er mikið undir hjá strákunum.

Conor lofar að koma fram hefndum gegn Nate Diaz | Myndband
Írski vélbyssukjafturinn sendi andstæðingi sínum skilaboð í spjallþætti Conans O'Brien.

Tveir á toppnum: Ronaldo heimsótti Conor í Vegas | Myndir
Cristiano Ronaldo er mikill aðdáandi Íslandsvinarins og eyddu þeir stund saman í æfingabúðum hans í Las Vegas.

Annað lyfjamál í UFC: Eitt af fórnarlömbum Conors í tveggja ára bann
Tvær stjörnur úr UFC fundist sekar um lyfjamisferli með skömmu millibili.

Dana White styður Donald Trump: Hann mun berjast fyrir Bandaríkin
Dana White, forseti UFC, hélt innblásna ræðu til stuðnings Donalds Trump á flokksþingi Repúblikanaflokksins í Cleveland í gær.

Haraldur Nelson segir einni stærstu stjörnu UFC til syndanna fyrir steranotkun
"Myndi Lesnar fá borgað ef hann smyglaði hníf inn í búrið?“