

NBA
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Boston komið í 2-0
Boston Celtics er komið hálfa leið í úrslit NBA-deildarinnar eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina í úrslitum Austurstrandarinnar gegn Orlando og báða á útivelli.

Kobe sá um Phoenix
Kobe Bryant fór mikinn í liði Lakers í nótt sem vann afar öruggan sigur á Phoenix, 128-107, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar.

Boston komið í 1-0
Boston Celtics er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Orlando Magic í úrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Bið Lebron James eftir fyrsta titlinum orðin lengi en hjá Jordan
Lebron James og félagar duttu út úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrrinótt þegar þeir töpuðu þriðja leiknum í röð á móti Boston Celtics og þar með seríunni 2-4.

Borgarstjórinn í New York: LeBron myndi elska það að búa í New York
Michael Bloomberg, borgarstjórinn í New York City, lét hafa það eftir sér í dag að ef LeBron James myndi leita ráða hjá honum þá myndi hann gera allt til þess að selja honum þá hugmynd að koma til New York borgar til að spila með annaðhvort New York Knicks eða verðandi Brooklyn Nets (nú New Jersey Nets).

Sendið eftirrétti á borð Wade og klappið fyrir honum
Forráðamenn Miami Heat feta ótroðnar slóðir í viðleitni sinni til þess að halda ofurstjörnunni Dwyane Wade hjá félaginu.

Boston sló Cleveland úr leik
Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2.

NBA: Boston burstaði Cleveland - LeBron á leiðinni í sumarfrí?
Boston Celtics fór illa með LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt og er Boston því komið 3-2 yfir í einvíginu. Boston vann leikinn með 32 stiga mun, 120-88, og getur tryggt sér sæti í úrslitum Austurdeildarinnar með sigri á heimavelli í næsta leik sem fer fram aðfaranótt föstudagsins.

LA Lakers og Orlando Magic með sópinn á lofti
Bæði Los Angeles Lakers og Orlando Magic komust í nótt í úrslit sinna deilda í NBA-körfuboltanum eftir að hafa sópað andstæðingum sínum úr keppni.

NBA í nótt: Phoenix sópaði út San Antonio Spurs
Phoenix Suns þurfti bara fjóra leiki til þess að slá San Antonio Spurs út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix vann 107-101 sigur í fjórða leik liðanna í San Antonio í nótt og er fyrsta liðið síðan 2001 til þess að sópa út San Antonio.

Rondo afgreiddi Cleveland
Boston Celtics náði að jafna rimmuna gegn Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í kvöld með góðum heimasigri, 97-87.

Lakers og Orlando komin í 3-0
Los Angeles Lakers og Orlando Magic eru svo gott sem komin í úrslitarimmu sinna deilda eftir sigur á andstæðingum sínum í nótt. Bæði lið leiða sína seríu, 3-0.

Cleveland niðurlægði Boston og Phoenix að klára Spurs
Boston stal leik í Cleveland um daginn en Cleveland kvittaði fyrir það í Boston í nótt með því að niðurlægja Boston á heimavelli og taka 2-1 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar.

Dýr handklæðasveifla hjá Ainge
Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir að sveifla handklæði er leikmaður Cleveland tók vítaskot í leik liðsins gegn Boston á dögunum.

Lið ársins í NBA-deildinni
Í gær var tilkynnt um valið á liði ársins í NBA-deildinni í körfuknattleik. Leikmaður ársins, LeBron James, og varnarmaður ársins, Dwight Howard, eru að sjálfsögðu í liðinu.

Atlanta réð ekkert við Dwight Howard
Orlando Magic er komið í 2-0 gegn Atlanta Hawks í rimmu liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Orlando vann annan tiltölulega auðveldan sigur í nótt, 112-98.

Kærði þar sem kærasta fékk stærri pakka en krakkarnir
Fyrrum eiginkona NBA-stjörnunnar, Dwyane Wade, hefur kært núverandi kærustu Wade á þeim forsendum að sambandið sé að skapa börnum hennar og Wade tilfinningalegum vandræðum.

Kobe í varnarliðinu fimmta árið í röð
Varnarlið ársins í NBA-deildinni hefur verið valið og Kobe Bryant er í liðinu fimmta árið í röð.

Suns komið í 2-0 gegn Spurs
Phoenix Suns steig stórt skref í átt að úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt er liðið lagði San Antonio, 110-102, öðru sinni á heimavelli sínum. Phoenix leiðir þar með einvígið, 2-0.

Lakers komið í 2-0 og Orlando slátraði Atlanta
Los Angeles Lakers er komið í góða stöðu í rimmunni gegn Utah Jazz í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar eftir sigur í nótt, 111-103. Lakers leiðir einvígið 2-0.

Del Negro verður rekinn í dag
Chicago Bulls hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem tilkynnt verður að Vinny Del Negro hafi verið rekinn sem þjálfari félagsins.

NBA: Boston jafnaði og Suns vann fyrsta leikinn
Leikmenn Boston Celtics eru ekki dauðir úr öllum æðum en Celtics gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur á Cleveland, 86-104, og það á heimavelli Cleveland.

James valinn bestur með yfirburðum
LeBron James var um helgina valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð. James hlaut yfirburðakosningu.

Kobe kláraði Jazz
Kobe Bryant sá um að klára Utah Jazz í fyrsta leik LA Lakers og Jazz í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í gærkvöld. Lokatölur 104-99.

Steve Nash æfir ekki en ætlar að spila á morgun
Steve Nash er meiddur á mjöðm og mun ekkert æfa fyrir fyrsta leik Phoenix Suns og San Antonio Spurs á mánudaginn. Hvíldin ætti að gera hann kláran í slaginn fyrir leikinn.

Andrei Kirilenko ætlar að ná þriðja leik Utah og Lakers
Andrei Kirilenko, hinn vanmetni leikmaður Utah Jazz, stefnir á að leika með liðinu í þriðja leiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-körfuboltans.

NBA: Cleveland komið í forystu gegn Celtics
Þrátt fyrir að vera lítillega meiddur á olnboga aftraði það ekki yfirburðarmanninum LeBron James, sem verður að teljast algjört fyrirbæri, að leiða Cleveland til átta stiga sigurs á Boston Celtics í nótt. Cleveland vann 93-101 og er þar með komið í 1-0 forystu í undanúrslitarimmu liðanna.

Dirk Nowitzki ekki ákveðinn í að vera áfram hjá Dallas
Dirk Nowitzki er í sárum eftir enn ein vonbrigðin með Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas datt út úr fyrstu umferð í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og hefur aldrei verið nálægt því að komast aftur í úrslitaeinvígið síðan að liðið tapaði 2-2 fyrir Miami Heat árið 2006.

NBA: Gasol tók frákastið af lokaskoti Kobe og tryggði Lakers áfram
Los Angeles Lakers og Utah Jazz tryggðu sér sæti í 2. umferð NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers vann nauman eins stigs sigur á Oklahoma City Thunder en Utah Jazz vann átta stiga sigur á Denver Nuggets. Atlanta Hawks vann hinsvegar Milwaukee Bucks og tryggði sér oddaleik á sunnudaginn.

LeBron James bestur annað árið í röð
AP-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, hafi verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð.